Innlent

Óvænt útspil Iðnaðarráðherra - Virkjun myndi gera útaf við stóra og fallega fossa

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Virkjun í Norðlingaölu mybndi gera útaf við fossinn Dynk, segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar.
Virkjun í Norðlingaölu mybndi gera útaf við fossinn Dynk, segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar.
 „Þetta er mjög óvænt útspil af hálfu ráðherra,“segir Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar um ummæli iðnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi.

Þar kom fram að ráðherra væri sannfærð um að nýta megi Norðlingaöldu til raforkuframleiðslu, án þess að Þjórsárver skaðist. Ráðherrann segir Norðlingaöldu ekki aðeins hagkvæman virkjunar eða veitukost, heldur einni líka ákaflega umhverfisvænan.

„Alþingi er búið að taka ákvörðun um að Norðlingaalda falli í verndunarflokk. Ákvörðunin var tekin samkvæmt  tillögum sérfræðina rammaáætlunar. Sú ákvörðun þýðir að að það eigi ekki að virkja heldur friðlýsa svæðið.“

„Það mátti náttúrulega búast við þessari skoðun Ragnheiðar Elínar, það er ekkert sem kemur á óvart þar. En hingað til hefur ekki verið deilt um þessa kosti sem eru í verndunarflokki, heldur er fólk að takast á um þá kosti sem eru í biðflokki. Þetta er jafnframt óvænt af hálfu Landsvirkjunar að þeir skuli enn vera að þrjóskast við og ekki gefa þessa hugmynd upp á bátinn eins og til er ætlast samkvæmt rammaáætlun.“

Virkjunin mun spilla fossum og óspilltu víðerni

„Virkjunin mun spilla fossunum Dynk, Kjálkaversfossi og Gljúfurleitarfossi sem eru í Þjórsá. Fáir hafa fengið að njóta þeirra þar sem vegir þarna eru ekkert sérstakir. Virkjunin myndi einnig spilla víðernum vestan megin Þjórsár, því allar virkjanir eru austan við. Í dag er óspillt víðerni þarna vestan megin, sem nær allt frá Þjórsárdal og upp að Hofsjökli.“

„Það er verið að tala um að það vanti fleiri staði til að fara með ferðamenn á. Álagið á Gullfoss og Geysi til dæmis sé orðið of mikið. Það yrði alveg kjörin viðbót inn í ferðamannaiðnaðinn að gera góðan akveg að þessum fossum.“

„Það eru lélegir vegir þarna upp að og fólk þarf að ganga dálitinn spöl til að komast að þeim, þess vegna hafa þessir fossar kannski ekki verið mikið í umræðunni. En þetta eru mjög stórir og fallegir fossar.“

"Í raun er búið að spilla þeim að einhverju leyti með Kvíslárveitu sem er þarna austan við ána, en þetta myndi endanlega gera út af við fossana."

„Landsvirkjun er búin að segjast ætla að hleypa vatni á þá á sumrin. Hvað myndi fólk segja ef að það ætti að virkja Gullfoss og hleypa bara á hann á sumrin. Það væri aldrei neitt annað en einhver sýndarleiki. Landvirkjun getur ekki lofað því að fossarnir yrðu þeir sömu á eftir, þó vatni yrði hleypt á þá sumrin.“

Gljúfurleitarfoss er einn af þeim fossum sem eru í Þjórsá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×