Enski boltinn

Skemmdarvargurinn Andy Carroll

Arnar Björnsson skrifar
Andy Caroll leikur með West Ham í ensku úrvalsdeildinni.
Andy Caroll leikur með West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Nordicphotos/Getty
Andy Carroll fær væntanlega ekki góð meðmæli frá fyrrverandi leigusala í Liverpoolborg. Jeff og Dawn Grant krefja nú fótboltakappann um 200 þúsund punda greiðslu fyrir vangoldna leigu, skemmdarverk og vanrækslu.  

Carroll bjó ekki í neinu koti þegar hann var hjá Liverpool.  Hann hafði m.a. yfir að ráða tólf metra upphitaðri innisundlaug sem skemmdist vegna vanrækslu leigandans. Carroll skemmdi auk þess antik húsgögn, fjarlægði sjónvarp úr húsinu og kostnaðurinn við að lagfæra skuldirnar eru um 9 milljónir króna.  

Carroll á að auki að hafa trassað að borga húsaleigu og eigendurnir hafa nú krafið hann um 200 þúsund punda greiðslu eða tæpar 39 milljónir íslenskra króna.

Fimm herbergja húsið hefur nú verið auglýst til sölu. Þar má finna kvikmyndasal, dansstúdíó, gufubað og líkamsræktarsal og sitthvað fleira fyrir áhugasama. Það er Liverpol Echo sem greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×