Lífið

Bakaði regnbogaköku fram á nótt

Verslunin Kjólar & konfekt heldur rækilega upp á hinsegin dagana í dag og bjóða starfsmenn verslunarinnar meðal annars upp á heimabakaða regnbogaköku með kaffinu.

Er dagurinn í dag sannkallaður regnbogadagur í versluninni þar sem allir starfsmenn verða klæddir í regnbogakjóla og útstillingin í glugganum er í öllum regnbogans litum.

Anna Kristín Magnúsdóttir, eigandi Kjólar & konfekt, hlakkar gífurlega til dagsins þó hún hafi verið að baka regnbogakökuna langt fram eftir miðnætti í gær.

“Það verður mikið húllumhæ í bænum í dag og við ætlum svo sannarlega að taka þátt í því. Við vildum gera eitthvað skemmtilegt í búðinni í tilefni hinsegin daga og fagna þeim rækilega,” segir hún í dúndurstuði á þessum laugardagsmorgni.

Hægt er að fá naglalakk í öllum regnbogans litum í Kjólar & konfekt.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Anna Kristín tekur upp á því að gefa lífinu lit á Laugaveginum. Starfsmenn verslunarinnar vöktu óskipta athygli á sjómannadaginn þegar þeir klæddust allir glæsilegum matrósakjólum. Alltaf líf og fjör í þessari fallegu kjólabúð á Laugavegi 92 en gestir geta gætt sér á regnbogakökunni frægu frá klukkan 13 til 17 í dag.

Facebook-síða Kjóla & konfekts.

Hver sem er getur fjárfest í regnbogakjól í tilefni dagsins.
Hér er Anna Kristín önnur til vinstri. Þessi mynd er tekin á sjómannadaginn síðasta.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.