Allir miðar á Hátíð vonar ógiltir Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 28. ágúst 2013 20:13 Hátíð vonar hefur verið afar umdeild eftir að það fréttist að Franklin Graham. mynd/365 Allir miðar sem pantaðir voru á Hátíð vonar hafa verið ógiltir. Eigendur miðanna hafa fengið sendan tölvupóst þess efnis en í honum kemur fram að það sé vegna „misnotkunar ýmissa aðila á miðasölu hátíðarinnar“. Miðaeigendur eru beðnir afsökunar og þeir eigendur sem pöntuðu miða í góðum hug eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Hátíðar vonar eða senda póst til þeirra og starffólk hátíðarinnar muni tryggja þeim og vinum þeirra miða til að taka þátt í hátíðinni. „Það var að ósk okkar, aðstandenda hátíðarinnar að þetta var gert,“ segir Ragnar Gunnarsson framkvæmdarstjóri Hátíðar vonar á Íslandi. „Það voru rúmlega 4.000 miðar sem fóru á þessum tveimur dögum sem opið var fyrir „miðasöluna“. Meðal annars voru tveir einstaklingar sem virðast hafa komist fram hjá kerfinu og náðu að panta um 1.400 miða.“ Ragnar segir að miðapantanir í framhaldinu verði unnar í samstarfi við þá sem að hátíðinni koma, kirkjunum og sóknunum og telur að það hljóti að skýrast fljótlega hvernig best sé að standa að því. „Við erum ekkert að fara á límingunum útaf þessu, við lærum af reynslunni,“ segir Ragnar. Aðspurður hvort að ekki hefði dugað að ógilda þessa 1.400 miða sem tveir einstaklingar náðu svarar Ragnar að þau teldu að það hefðu verið samantekin ráð fólks að panta miðana sem fóru þessa tvo daga. Um misnotkun á kerfinu væri að ræða og fólkið væri að skemma fyrir hátíðinni og Miða.is með þessari aðferð. Ragnar segir að það hefði verið ákveðið að gera þetta þar sem margar óskir hefðu komið frá fólki sem raunverulega vildi sækja hátíðina en fékk ekki miða. „Við ákváðum að fara þessa leið og ógilda miðana og þeir sem eiga pantaðan miða að fá tölvupóst með frekari upplýsingum,“ segir Ragnar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Allir miðar sem pantaðir voru á Hátíð vonar hafa verið ógiltir. Eigendur miðanna hafa fengið sendan tölvupóst þess efnis en í honum kemur fram að það sé vegna „misnotkunar ýmissa aðila á miðasölu hátíðarinnar“. Miðaeigendur eru beðnir afsökunar og þeir eigendur sem pöntuðu miða í góðum hug eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Hátíðar vonar eða senda póst til þeirra og starffólk hátíðarinnar muni tryggja þeim og vinum þeirra miða til að taka þátt í hátíðinni. „Það var að ósk okkar, aðstandenda hátíðarinnar að þetta var gert,“ segir Ragnar Gunnarsson framkvæmdarstjóri Hátíðar vonar á Íslandi. „Það voru rúmlega 4.000 miðar sem fóru á þessum tveimur dögum sem opið var fyrir „miðasöluna“. Meðal annars voru tveir einstaklingar sem virðast hafa komist fram hjá kerfinu og náðu að panta um 1.400 miða.“ Ragnar segir að miðapantanir í framhaldinu verði unnar í samstarfi við þá sem að hátíðinni koma, kirkjunum og sóknunum og telur að það hljóti að skýrast fljótlega hvernig best sé að standa að því. „Við erum ekkert að fara á límingunum útaf þessu, við lærum af reynslunni,“ segir Ragnar. Aðspurður hvort að ekki hefði dugað að ógilda þessa 1.400 miða sem tveir einstaklingar náðu svarar Ragnar að þau teldu að það hefðu verið samantekin ráð fólks að panta miðana sem fóru þessa tvo daga. Um misnotkun á kerfinu væri að ræða og fólkið væri að skemma fyrir hátíðinni og Miða.is með þessari aðferð. Ragnar segir að það hefði verið ákveðið að gera þetta þar sem margar óskir hefðu komið frá fólki sem raunverulega vildi sækja hátíðina en fékk ekki miða. „Við ákváðum að fara þessa leið og ógilda miðana og þeir sem eiga pantaðan miða að fá tölvupóst með frekari upplýsingum,“ segir Ragnar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira