Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi Heimir Már Pétursson skrifar 28. ágúst 2013 13:23 Guðmundur Ingi Ásmundsson aðstoðarforstjóri Landsnets segir að fyrirtækið hefði viljað hefja lagningu línunnar í vor. Lagning raforkulínu um Reykjanes sem gagnast myndi álveri í Helguvík strandar m.a. á útgáfu framkvæmdaleyfis sem ekki verður gefið út fyrr en niðurstaða er komin í kærumál vegna umsóknar Landsnets um framkvæmdir. Iðnaðarráðherra á síðan eftir að taka ákvörðun um eignarnám á landi í framhaldi af því. Tvær megin hindranir eru í vegi fyrir því að hægt sé að reisa álver í Helguvík. Annars vegar á eftir að ljúka raforkusamningum við orkufyrirtæki og hins vegar á eftir að leggja raflínu um Reykjanes, Suðurnesjalínu tvö, svo hægt sé að flytja rafmagn til álversins ef samningar nást um orkuna. Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi til lagningu raflínunnar til Orkustofnunar og sveitarfélaga á svæðinu. En eigendur um fimm jarða á Reykjanesi kærðu þá ákvörðun Orkustofnunar hinn 18. mars síðast liðinn, að veita landeigendum ekki ótakmarkaðan aðgang að þeim upplýsingum sem fram koma í umsókn Landsnets til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Guðmundur Ingi Ásmundsson aðstoðarforstjóri Landsnets segir að fyrirtækið hefði viljað hefja lagningu línunnar í vor. „Jú, það er alveg rétt. Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu,“ segir Guðmundur Ingi.Hvenær heldur þú að framkvæmdir geti þá hafist?„Við vitum það ekki. Við erum að bíða eftir að fá leyfi frá orkustofnun,“ segir hann. Og það leyfi strandar á úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Forstöðumaður hennar var með málið á sinni könnu en hann fór í rannsóknarleyfi hinn fyrsta júli og að því loknu lætur hann af störfum sökum aldurs. Ómar Stefánsson staðgengill hans segist reikna með að klárað verði að fara yfir málið í næstu viku og niðurstaða ætti að liggja fyrir innan hálfs mánaðar.En þá eru eftir landamál, þið farið í gegnum jarðir sem þarf að taka eignanámi, er það ekki?„Jú, það liggja fyrir hjá ráðherra beiðnir um eignanám hjá nokkrum landeigendum og þau mál eru einnig að sama skapi í biðstöðu þar sem ráðherra vill væntanlega fá úrskurð í öllum vafaatriðum áður en hann úrskurðar í því máli,“ segir Guðmundur Ingi. Og sá ráðherra er Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem lýst hefur yfir að ekki muni stranda á stjórnvöldum í þessu máli. Suðurnesjalína tvö kemur til með að þjóna byggð á Reykjanesi og þörf virkjana þar samkvæmt rammaáætlun, en nú er aðeins ein raflína frá Hafnarfirði út á Reykjanes. Guðmundur Ingi segir taka tvö ár að leggja línuna. „Auðvitað er það dálítið háð því hvernig við byrjum og á hvaða árstíma , en svona almennt tæki þetta tvö ár,“ segir hann. Og þar af leiðandi ekki hægt að flytja raforku til stóriðju ef að yrði fyrr en eftir þau tvö ár? „Reyndar ekki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Lagning raforkulínu um Reykjanes sem gagnast myndi álveri í Helguvík strandar m.a. á útgáfu framkvæmdaleyfis sem ekki verður gefið út fyrr en niðurstaða er komin í kærumál vegna umsóknar Landsnets um framkvæmdir. Iðnaðarráðherra á síðan eftir að taka ákvörðun um eignarnám á landi í framhaldi af því. Tvær megin hindranir eru í vegi fyrir því að hægt sé að reisa álver í Helguvík. Annars vegar á eftir að ljúka raforkusamningum við orkufyrirtæki og hins vegar á eftir að leggja raflínu um Reykjanes, Suðurnesjalínu tvö, svo hægt sé að flytja rafmagn til álversins ef samningar nást um orkuna. Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi til lagningu raflínunnar til Orkustofnunar og sveitarfélaga á svæðinu. En eigendur um fimm jarða á Reykjanesi kærðu þá ákvörðun Orkustofnunar hinn 18. mars síðast liðinn, að veita landeigendum ekki ótakmarkaðan aðgang að þeim upplýsingum sem fram koma í umsókn Landsnets til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Guðmundur Ingi Ásmundsson aðstoðarforstjóri Landsnets segir að fyrirtækið hefði viljað hefja lagningu línunnar í vor. „Jú, það er alveg rétt. Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu,“ segir Guðmundur Ingi.Hvenær heldur þú að framkvæmdir geti þá hafist?„Við vitum það ekki. Við erum að bíða eftir að fá leyfi frá orkustofnun,“ segir hann. Og það leyfi strandar á úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Forstöðumaður hennar var með málið á sinni könnu en hann fór í rannsóknarleyfi hinn fyrsta júli og að því loknu lætur hann af störfum sökum aldurs. Ómar Stefánsson staðgengill hans segist reikna með að klárað verði að fara yfir málið í næstu viku og niðurstaða ætti að liggja fyrir innan hálfs mánaðar.En þá eru eftir landamál, þið farið í gegnum jarðir sem þarf að taka eignanámi, er það ekki?„Jú, það liggja fyrir hjá ráðherra beiðnir um eignanám hjá nokkrum landeigendum og þau mál eru einnig að sama skapi í biðstöðu þar sem ráðherra vill væntanlega fá úrskurð í öllum vafaatriðum áður en hann úrskurðar í því máli,“ segir Guðmundur Ingi. Og sá ráðherra er Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem lýst hefur yfir að ekki muni stranda á stjórnvöldum í þessu máli. Suðurnesjalína tvö kemur til með að þjóna byggð á Reykjanesi og þörf virkjana þar samkvæmt rammaáætlun, en nú er aðeins ein raflína frá Hafnarfirði út á Reykjanes. Guðmundur Ingi segir taka tvö ár að leggja línuna. „Auðvitað er það dálítið háð því hvernig við byrjum og á hvaða árstíma , en svona almennt tæki þetta tvö ár,“ segir hann. Og þar af leiðandi ekki hægt að flytja raforku til stóriðju ef að yrði fyrr en eftir þau tvö ár? „Reyndar ekki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira