Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi Boði Logason skrifar 28. ágúst 2013 07:00 Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Ísland. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Skilaboð, þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi, voru sett inn á spjallborð nýnasista fyrir níu dögum síðan. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Það er notandinn Swastika88 sem setti inn skilaboðin þann 19. ágúst síðastliðinn. Þar er sagt frá því að borgarráð Reykjavíkur hafi samþykkt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir því að Félag múslima á Íslandi fái lóð undir mosku. Reykjavíkurborg hafi þó ekki samþykkt bygginguna endanlega „vegna þess að meirihluti þjóðarinnar er á móti hugmyndinni um að ný moska verði byggð. Ef moskan verður byggð hefur það hræðilegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina," segir meðal annars í skilaboðunum. Á Facebook má finna síður tveggja andstæðra hópa í þessum efnum: Mótmælum mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.900 manns hafa líkað við, og Við mótmælum EKKI mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.500 manns hafa líkað við. Í skilaboðunum á Stormfront.org eru notendur hvattir til að líka við fyrrnefnda síðu, þar sem sú síðarnefnda sé að sækja í sig veðrið. „Íslenskir fjölmiðlar hafa nefnt þessar síður þegar fjallað er um fréttir sem eru tengdar þessu [innsk. blm. byggingu mosku]. Svo þetta er mjög öflugt tæki til að sýna að við viljum ekki mosku eða uppgang íslamstrúar hér á Íslandi."Skjáskot af skilaboðunum sem birtust á spjallborði Stormfront.orgmynd/stormfront.orgSverrir segir að skilaboðin hafi haft eitthvað að segja því eftir að þau voru sett inn fyrir níu dögum hafi um 400 manns bæst við hópinn. Hann segir að á síðunni Mótmælum EKKI mosku á Íslandi hafi hann reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þangað hafa borist. „En maður er alltaf að svara sömu leiðinlegu spurningunum aftur og aftur. Ég hef reynt að setja inn jákvætt efni, setja myndir af moskum og meðal annars myndir frá Egyptalandi." Félag múslima á Íslandi bíður nú eftir formlegu leyfi frá Reykjavíkurborg, og vonast Sverrir til þess að það fáist eftir tvær til þrjár vikur. „Ef við fáum formlegt leyfi, þá förum við í fjáröflun og vonumst til að ráðast í framkvæmdir strax næsta vor. Moskan ætti svo að rísa eftir tvö til þrjú ár,“ segir hann. Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni.Facebook-síðurnar tvær. Önnur mótmælir nýju moskunni en hin mótmælir henni ekki.mynd/Facebook Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Skilaboð, þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi, voru sett inn á spjallborð nýnasista fyrir níu dögum síðan. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Það er notandinn Swastika88 sem setti inn skilaboðin þann 19. ágúst síðastliðinn. Þar er sagt frá því að borgarráð Reykjavíkur hafi samþykkt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir því að Félag múslima á Íslandi fái lóð undir mosku. Reykjavíkurborg hafi þó ekki samþykkt bygginguna endanlega „vegna þess að meirihluti þjóðarinnar er á móti hugmyndinni um að ný moska verði byggð. Ef moskan verður byggð hefur það hræðilegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina," segir meðal annars í skilaboðunum. Á Facebook má finna síður tveggja andstæðra hópa í þessum efnum: Mótmælum mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.900 manns hafa líkað við, og Við mótmælum EKKI mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.500 manns hafa líkað við. Í skilaboðunum á Stormfront.org eru notendur hvattir til að líka við fyrrnefnda síðu, þar sem sú síðarnefnda sé að sækja í sig veðrið. „Íslenskir fjölmiðlar hafa nefnt þessar síður þegar fjallað er um fréttir sem eru tengdar þessu [innsk. blm. byggingu mosku]. Svo þetta er mjög öflugt tæki til að sýna að við viljum ekki mosku eða uppgang íslamstrúar hér á Íslandi."Skjáskot af skilaboðunum sem birtust á spjallborði Stormfront.orgmynd/stormfront.orgSverrir segir að skilaboðin hafi haft eitthvað að segja því eftir að þau voru sett inn fyrir níu dögum hafi um 400 manns bæst við hópinn. Hann segir að á síðunni Mótmælum EKKI mosku á Íslandi hafi hann reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þangað hafa borist. „En maður er alltaf að svara sömu leiðinlegu spurningunum aftur og aftur. Ég hef reynt að setja inn jákvætt efni, setja myndir af moskum og meðal annars myndir frá Egyptalandi." Félag múslima á Íslandi bíður nú eftir formlegu leyfi frá Reykjavíkurborg, og vonast Sverrir til þess að það fáist eftir tvær til þrjár vikur. „Ef við fáum formlegt leyfi, þá förum við í fjáröflun og vonumst til að ráðast í framkvæmdir strax næsta vor. Moskan ætti svo að rísa eftir tvö til þrjú ár,“ segir hann. Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni.Facebook-síðurnar tvær. Önnur mótmælir nýju moskunni en hin mótmælir henni ekki.mynd/Facebook
Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira