SUS vill að Eygló og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á pólitískum ofsóknum Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2013 12:00 Davíð Þorláksson formaður SUS, Sigurður Ingi Jónsson og Eygló Harðardóttir. Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Þau hafi með atkvæði sínu tekið þátt í pólitískum ofsóknum. Samband ungra Sjálfstæðismanna sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem minnt er á ályktun ungra Sjálfstæðismanna frá því í apríl í fyrra þar sem segir að þeir þingmenn sem tóku þátt í að ákæra Geir H. Haarde á sínum tíma hafi tekið þátt í alvarlegri atlögu að mannréttindum og réttarríkinu og Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að taka þátt í ríkisstjórn með þingmönnum sem það gerðu. Síðan þá hafi Landsdómur sýknað Geir af öllum veigamestu ákæruliðunum. Davíð Þorláksson formaður SUS vill að þessir ráðherrar biðjist afsökunar á þátttöku sinni í ákærunni. „Þessir tveir ráðherrar, Eygló og Sigurður, eru einu ráðherrarnir í ríkisstjórninni sem greiddu atkvæði með ákærunum á hendur Geir Haarde. Og ég held að reynslan hafi sýnt og það er niðurstaða Landsdóms og Mannréttindanefndar Evrópu að þetta hafi verið mjög misráðin hugmynd og þau hafi þarna verið að taka þátt í pólitískum ofsóknum gegn Geir Haarde,“ segir Davíð. Það sé óeðlilegt að Eygló og Sigurður Ingi sitji í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að biðjast afsökunar á þessari framgöngu sinni. „Og lýsi því yfir að það hafi verið mistök að greiða atkvæði með þessum ákærum,“ segir Davíð. En hvað fæst með slíkri yfirlýsingu. Hún breytir ekki þeirra gjörðum? „Nei, það er svosem ekki hægt að breyta þeim. Þetta er búið og gert en það væri þá alla vega vísbending um hvaða fólk þau hafa að geyma, þau telji ekki eðlilegt að hafa tekið þátt í þessu. Það væri þá vísbending um að þau sæju að sér og bæðust afsökunar. Þetta sé fólk sem hægt sé að vinna með og hægt sé að treysta á,“ segir Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Landsdómur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Þau hafi með atkvæði sínu tekið þátt í pólitískum ofsóknum. Samband ungra Sjálfstæðismanna sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem minnt er á ályktun ungra Sjálfstæðismanna frá því í apríl í fyrra þar sem segir að þeir þingmenn sem tóku þátt í að ákæra Geir H. Haarde á sínum tíma hafi tekið þátt í alvarlegri atlögu að mannréttindum og réttarríkinu og Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að taka þátt í ríkisstjórn með þingmönnum sem það gerðu. Síðan þá hafi Landsdómur sýknað Geir af öllum veigamestu ákæruliðunum. Davíð Þorláksson formaður SUS vill að þessir ráðherrar biðjist afsökunar á þátttöku sinni í ákærunni. „Þessir tveir ráðherrar, Eygló og Sigurður, eru einu ráðherrarnir í ríkisstjórninni sem greiddu atkvæði með ákærunum á hendur Geir Haarde. Og ég held að reynslan hafi sýnt og það er niðurstaða Landsdóms og Mannréttindanefndar Evrópu að þetta hafi verið mjög misráðin hugmynd og þau hafi þarna verið að taka þátt í pólitískum ofsóknum gegn Geir Haarde,“ segir Davíð. Það sé óeðlilegt að Eygló og Sigurður Ingi sitji í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að biðjast afsökunar á þessari framgöngu sinni. „Og lýsi því yfir að það hafi verið mistök að greiða atkvæði með þessum ákærum,“ segir Davíð. En hvað fæst með slíkri yfirlýsingu. Hún breytir ekki þeirra gjörðum? „Nei, það er svosem ekki hægt að breyta þeim. Þetta er búið og gert en það væri þá alla vega vísbending um hvaða fólk þau hafa að geyma, þau telji ekki eðlilegt að hafa tekið þátt í þessu. Það væri þá vísbending um að þau sæju að sér og bæðust afsökunar. Þetta sé fólk sem hægt sé að vinna með og hægt sé að treysta á,“ segir Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna.
Landsdómur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira