Formúla 1

Vettel fljótastur í Belgíu

Rúnar Jónsson skrifar
Vettel og félagar á æfingu í Belgíu.
Vettel og félagar á æfingu í Belgíu. Nordicphotos/Getty
Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma á fyrri æfingu og Sebastian Vettel á Red Bull þeim besta á síðari æfingu dagsins á Spa brautinni í Belgíu í dag.

Brautin var rök á köflum á fyrri æfingunni og aðstæður því ekki jafn góðar og á síðari æfingunni. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, var næstfljótastur og Romain Grosjean á Lotus þriðji.

Sigurvegarinn frá síðustu keppni, Lewis Hamilton, var í miklu basli og náð ekki nema tólfta besta tímanum. Ljóst er að framundan er mikil vinna hjá liði hans fyrir næstu æfingu sem fram fer í fyrramálið klukkan 9.

Tímatökurnar hefjast svo klukkan 11.50 í fyrramálið en æfingin og tímatakan verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×