Sport

Áttu erindi í íslenska landsliðið?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Landsliðskonan Thelma Guðmundsdóttir.
Landsliðskonan Thelma Guðmundsdóttir. Mynd/Heimasíða Íshokkísambandsins
Úrtökuæfingar fyrir íslenska kvennalandsliðið í íshokkí fara fram dagana 30.-31. ágúst á Akureyri.

Þar geta konur eldri en þrettán ára mætt á æfingar og gert sitt besta til að tryggja sæti sitt í landsliðinu. Þrjár æfingar fara fram auk þess sem leikmenn gangast undir þrekpróf.

Þeir sem telja sig eiga erindi í landsliðið þurfa að skrá sig til leiks með því að senda tölvupóst á Íshokkísambandið, ihi(hja)ihi.is.

Dagskráin

Föstudagur 21.15-22.15 - ísæfing 1

Laugardagur 10.00-10.55 - ísæfing 2

Laugardagur 11.15-12.15 - þrekpróf

Laugardagur 17.15-18.45 – ísæfing 3


Tengdar fréttir

Á leið vestur um haf

Björn Róbert Sigurðarson var eini leikmaðurinn af áttatíu sem var boðinn samningur í íshokkíliðinu Aberdeen Wings. Sló í gegn á HM 20 ára liða í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×