Malbikið kemur á Krýsuvíkurleið Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2013 19:05 Einn fjölfarnasti malarvegur landsins, þjóðvegurinn meðfram Kleifarvatni, er að breytast í rennisléttan malbiksveg og þar klárar slitlagsflokkur enn einn kaflann í kvöld. Klæðningarflokkur frá Bikun var í dag að leggja slitlag á 2,4 kílómetra kafla milli Kleifarvatns og hverasvæðisins við Seltún. Þrátt fyrir að vegarbætur á þessari leið séu ekki beint á vegaáætlun er þetta þriðja sumarið í röð sem tekst að nurla saman fjármunum til að þoka verkinu áfram. Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Hafnarfirði, segir að sumarið 2011 hafi 3 kílómetrar verið klæddir slitlagi við Kleifarvatn, síðan tæpir 2 kílómetrar við Seltún í fyrrasumar og núna sé þessi kafli að bætast við. Um þrjúhundruð bílar aka þarna um á degi hverjum, ferðamenn streyma að til að skoða hverasvæðin í Krýsuvík og opnun Suðurstrandarvegar þrýstir einnig á að endurbætur vegarins. „Það er geysilega mikil umferð hérna og erfitt að halda malarvegunum við. Þeir eru fljótir að spillast. Það er sama þótt það sé heflað á þriggja vikna fresti, þeir spillast mjög fljótt malarvegirnir hérna. Það er svo mikil umferð," segir Jóhann Bjarni.Klæðning var lögð á 2,4 km milli Kleifarvatns og Seltúns í dag.Þegar slitlagið verður komið á í kvöld verða eftir aðeins tveir kílómetrar ómalbikaðir meðfram Kleifarvatni og aðrir tveir í Vatnsskarði nær Hafnarfirði. Aðeins fjóra kílómetra vantar þá upp á að Krýsuvíkurleiðin öll verði orðið malbikuð. Lokakaflarnir verða þó dýrastir, veglínan mun halda sér við Kleifarvatn, en eftir er að hanna nýja veglínu um Vatnsskarð, og óvíst hvenær verkinu lýkur. Jóhann Bjarni vonast þó til að fjármunir fáist til að halda áfram næsta sumar. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Einn fjölfarnasti malarvegur landsins, þjóðvegurinn meðfram Kleifarvatni, er að breytast í rennisléttan malbiksveg og þar klárar slitlagsflokkur enn einn kaflann í kvöld. Klæðningarflokkur frá Bikun var í dag að leggja slitlag á 2,4 kílómetra kafla milli Kleifarvatns og hverasvæðisins við Seltún. Þrátt fyrir að vegarbætur á þessari leið séu ekki beint á vegaáætlun er þetta þriðja sumarið í röð sem tekst að nurla saman fjármunum til að þoka verkinu áfram. Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Hafnarfirði, segir að sumarið 2011 hafi 3 kílómetrar verið klæddir slitlagi við Kleifarvatn, síðan tæpir 2 kílómetrar við Seltún í fyrrasumar og núna sé þessi kafli að bætast við. Um þrjúhundruð bílar aka þarna um á degi hverjum, ferðamenn streyma að til að skoða hverasvæðin í Krýsuvík og opnun Suðurstrandarvegar þrýstir einnig á að endurbætur vegarins. „Það er geysilega mikil umferð hérna og erfitt að halda malarvegunum við. Þeir eru fljótir að spillast. Það er sama þótt það sé heflað á þriggja vikna fresti, þeir spillast mjög fljótt malarvegirnir hérna. Það er svo mikil umferð," segir Jóhann Bjarni.Klæðning var lögð á 2,4 km milli Kleifarvatns og Seltúns í dag.Þegar slitlagið verður komið á í kvöld verða eftir aðeins tveir kílómetrar ómalbikaðir meðfram Kleifarvatni og aðrir tveir í Vatnsskarði nær Hafnarfirði. Aðeins fjóra kílómetra vantar þá upp á að Krýsuvíkurleiðin öll verði orðið malbikuð. Lokakaflarnir verða þó dýrastir, veglínan mun halda sér við Kleifarvatn, en eftir er að hanna nýja veglínu um Vatnsskarð, og óvíst hvenær verkinu lýkur. Jóhann Bjarni vonast þó til að fjármunir fáist til að halda áfram næsta sumar.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent