Sport

Vill fá rúman milljarð frá Patriots

Gillette Stadium.
Gillette Stadium.
Hörmulegur atburður átti sér stað á Gillette-vellinum, heimavelli NFL-liðsins New England Patriots, í opnunarleik tímabilsins 2010. Þá lést maður úr hjartaáfalli á vellinum.

Nú hefur eiginkona hans kært bæði Patriots og NFL-deildina sem hún segir bera ábyrgð á því að eiginmaðurinn hafi látist. Hún vill fá 10 milljónir dollara, eða 1,2 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur.

Maðurinn, Jeffrey Chartier, lést fyrir framan sex ára gamlan son sinn.

Samkvæmt þarlendum fjölmiðlum þá á Chartier að hafa lent í einhverjum ryskingum við öryggisvörð skömmu áður en hann lést.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×