Spánverjinn Xabi Alonso verður frá keppni næstu þrjá mánuðina en leikmaðurinn braut bein í ristinni á hægri fæti á æfingu í morgun.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu og mun leikmaðurinn snúa til baka í nóvember, jafnvel fram í desember.
Alonso er nýbúinn að jafna sig á meiðslum í nára og er þetta því mikið áfall fyrir leikmanninn og liðið.
Bakvörðurinn Marcelo, liðsfélagi Alonso hjá Real Madrid, varð fyrir samskonar meiðslum og Alonso í desember á síðasta ári og varð frá í þrjá mánuði.
Alonso fótbrotinn og frá í þrjá mánuði
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti