ÍR-ingar með naumt forskot 31. ágúst 2013 21:30 Hafdís Sigurðardóttir var drjúg í dag. ÍR er með fjögurra stiga forystu eftir fyrri dag bikarkeppninnar í frjálsum íþróttum sem hófst í stilltu en frekar svölu veðri í dag. ÍR er með 70 stig í samanlagri keppni, FH er í öðru sæti með 66 stig en lið Norðurlands með 62 stig. Í kvennakeppninni hefur ÍR eins stigs forskot á lið Norðurlands, en FH er í þriðja sæti einu stigi þar á eftir. Í karlakeppninni er ÍR með 37 stig, tveimur meir en FH. Keppni er lokið í 19 af 37 greinum keppninnar því ljóst að keppni getur orðið tvísýn og spennandi á morgun, seinni keppnisdaginn. Sveit ÍR setti nýtt íslandsmet félagsliða í 4x100 m boðhlaupi, en sveitin kom í mark á tímanum 46,88 sek. Þór Eva Steinsdóttir FH setti nýtt met í 400 m hlaupi í flokkum 13 og 14 ára stúlka þegar hún kom í mark á 57,91 sek. Hafdís Sigurðardóttir var drjúg fyrir sitt lið í dag, en hún sigraði í þrístökki, 100 m og 400 m hlaupum og var sveit Norðurlands sem varð önnur á eftir metsveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi. Vegna slæms veðurútlits var keppni í hástökki kvenna og stangarstökki karla inni í Laugardalshöll. Í hástökkinu sigraði Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH eftir mikla keppni við þær Fjólu Signýju Hannesdóttur HSK og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur ÍR. Sveinbjörg keppti auk þess í þrístökki þar sem hún varð önnur og í kúluvarpi sem hún sigraði. Leó Gunnar Víðisson ÍR bætti sinn persónulega árangur í stangarstökki með stökki upp á 4,40 m en hann bar nokkuð óvænt sigur úr bítum í keppninni. Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA keppti í 100 og 400 m fyrir lið Norðurlands auk þess sem hann hljóp síðasta sprett liðsins í 4x100 m boðhlaupi. Í 400 m hlaupinu kom hann fyrstur í mark eftir mikla baráttu við Trausta Stefánsson FH, en þeir komu í mark á tímunum 49,67 og 49,87 sek. Áður hafði Kolbeinn sigrað 100 m hlaupið á 10,86 sek., sem er 2/100 úr sek. frá hans besta í greininni Í spjótkasti karla var jöfn keppni milli þeirra Guðmundar Sverrissonar ÍR, Sindra Hrafns Guðmundssonar Breiðabliki og Arnar Davíðssonar FH. Guðmundur bar kastaði lengst í sínu fyrsta kasti 70,13 m, en Sindri náði öðru sætinu í sínu næstsíðasta kasti með 67,35 m. Örn kastaði lengst 65,45 m í sínu fjórða kasti. Kristinn Þór Kristinsson HSK sigraði Norðlendinginn Björn Margeirsson UMSS í taktísku 1500 m hlaupi. Árangur Kristins í hlaupinu í dag, 3:59,69 mín., er hans næst besti í greininni. Björn kom í mark á 4:00,34 mín sem er hans næst besti árangur í ar. Innlendar Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
ÍR er með fjögurra stiga forystu eftir fyrri dag bikarkeppninnar í frjálsum íþróttum sem hófst í stilltu en frekar svölu veðri í dag. ÍR er með 70 stig í samanlagri keppni, FH er í öðru sæti með 66 stig en lið Norðurlands með 62 stig. Í kvennakeppninni hefur ÍR eins stigs forskot á lið Norðurlands, en FH er í þriðja sæti einu stigi þar á eftir. Í karlakeppninni er ÍR með 37 stig, tveimur meir en FH. Keppni er lokið í 19 af 37 greinum keppninnar því ljóst að keppni getur orðið tvísýn og spennandi á morgun, seinni keppnisdaginn. Sveit ÍR setti nýtt íslandsmet félagsliða í 4x100 m boðhlaupi, en sveitin kom í mark á tímanum 46,88 sek. Þór Eva Steinsdóttir FH setti nýtt met í 400 m hlaupi í flokkum 13 og 14 ára stúlka þegar hún kom í mark á 57,91 sek. Hafdís Sigurðardóttir var drjúg fyrir sitt lið í dag, en hún sigraði í þrístökki, 100 m og 400 m hlaupum og var sveit Norðurlands sem varð önnur á eftir metsveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi. Vegna slæms veðurútlits var keppni í hástökki kvenna og stangarstökki karla inni í Laugardalshöll. Í hástökkinu sigraði Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH eftir mikla keppni við þær Fjólu Signýju Hannesdóttur HSK og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur ÍR. Sveinbjörg keppti auk þess í þrístökki þar sem hún varð önnur og í kúluvarpi sem hún sigraði. Leó Gunnar Víðisson ÍR bætti sinn persónulega árangur í stangarstökki með stökki upp á 4,40 m en hann bar nokkuð óvænt sigur úr bítum í keppninni. Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA keppti í 100 og 400 m fyrir lið Norðurlands auk þess sem hann hljóp síðasta sprett liðsins í 4x100 m boðhlaupi. Í 400 m hlaupinu kom hann fyrstur í mark eftir mikla baráttu við Trausta Stefánsson FH, en þeir komu í mark á tímunum 49,67 og 49,87 sek. Áður hafði Kolbeinn sigrað 100 m hlaupið á 10,86 sek., sem er 2/100 úr sek. frá hans besta í greininni Í spjótkasti karla var jöfn keppni milli þeirra Guðmundar Sverrissonar ÍR, Sindra Hrafns Guðmundssonar Breiðabliki og Arnar Davíðssonar FH. Guðmundur bar kastaði lengst í sínu fyrsta kasti 70,13 m, en Sindri náði öðru sætinu í sínu næstsíðasta kasti með 67,35 m. Örn kastaði lengst 65,45 m í sínu fjórða kasti. Kristinn Þór Kristinsson HSK sigraði Norðlendinginn Björn Margeirsson UMSS í taktísku 1500 m hlaupi. Árangur Kristins í hlaupinu í dag, 3:59,69 mín., er hans næst besti í greininni. Björn kom í mark á 4:00,34 mín sem er hans næst besti árangur í ar.
Innlendar Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira