Þóra segir Guðríði fara með rangt mál Tinni Sveinsson skrifar 30. ágúst 2013 15:38 Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs. Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, hefur sent frá sér athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, sem birtist hér á Vísi fyrr í dag. Þóra vísar því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið að baki birtingu viðtals við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur í nýjasta tölublaði Nýs lífs. „Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Þóra meðal annars. „Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir,“ segir hún ennfremur. Yfirlýsingu Þóru má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, unnustu fjölmiðlamannsins Egils Einarssonar, sem birt var í fjölmiðlum fyrr í dag. Guðríður sakar mig um að stunda siðlausa blaðamennsku í umfjöllun minni í Nýju lífi sem kom út í gær. Í blaðinu lýsir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir kynnum sínum af Guðríði og Agli kvöld eitt í nóvember fyrir tveimur árum og ástæðum þess að hún kærði þau í kjölfarið fyrir nauðgun. Auk þess skrifaði ég fimm blaðsíðna umfjöllun um atburðarásina. Guðríður segir mig skorta áhuga á þeirra hlið málsins. Það er rangt. Meginuppistaða þeirrar greinar eru yfirlýsingar sem Egill Einarsson hefur sent fjölmiðlum um málið. Þær eru ýmist birtar í heild sinni eða aðalatriðin dregin fram. Í umfjölluninni var því gerð grein fyrir hans hlið á málinu. Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir. Undanfarin tvö ár hefur Egill ítrekað tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hann hefur sent frá sér fimm fréttatilkynningar og rætt það í forsíðuviðtali Monitors sem kemur út með Morgunblaðinu. Guðný Rós hefur hvergi tjáð sig um málið fyrr en nú í Nýju lífi. Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ég hnaut um orðalag í yfirlýsingu þinni sem ég tel vekja áleitnar spurningar. Þú segir: „Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara ...“ Umfjöllun Nýs lífs um málið á fullt erindi við almenning og ég vísa því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið þar að baki.Þóra Tómasdóttir,ritstjóri Nýs lífs. Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, hefur sent frá sér athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, sem birtist hér á Vísi fyrr í dag. Þóra vísar því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið að baki birtingu viðtals við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur í nýjasta tölublaði Nýs lífs. „Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Þóra meðal annars. „Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir,“ segir hún ennfremur. Yfirlýsingu Þóru má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, unnustu fjölmiðlamannsins Egils Einarssonar, sem birt var í fjölmiðlum fyrr í dag. Guðríður sakar mig um að stunda siðlausa blaðamennsku í umfjöllun minni í Nýju lífi sem kom út í gær. Í blaðinu lýsir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir kynnum sínum af Guðríði og Agli kvöld eitt í nóvember fyrir tveimur árum og ástæðum þess að hún kærði þau í kjölfarið fyrir nauðgun. Auk þess skrifaði ég fimm blaðsíðna umfjöllun um atburðarásina. Guðríður segir mig skorta áhuga á þeirra hlið málsins. Það er rangt. Meginuppistaða þeirrar greinar eru yfirlýsingar sem Egill Einarsson hefur sent fjölmiðlum um málið. Þær eru ýmist birtar í heild sinni eða aðalatriðin dregin fram. Í umfjölluninni var því gerð grein fyrir hans hlið á málinu. Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir. Undanfarin tvö ár hefur Egill ítrekað tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hann hefur sent frá sér fimm fréttatilkynningar og rætt það í forsíðuviðtali Monitors sem kemur út með Morgunblaðinu. Guðný Rós hefur hvergi tjáð sig um málið fyrr en nú í Nýju lífi. Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ég hnaut um orðalag í yfirlýsingu þinni sem ég tel vekja áleitnar spurningar. Þú segir: „Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara ...“ Umfjöllun Nýs lífs um málið á fullt erindi við almenning og ég vísa því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið þar að baki.Þóra Tómasdóttir,ritstjóri Nýs lífs.
Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira