Þóra segir Guðríði fara með rangt mál Tinni Sveinsson skrifar 30. ágúst 2013 15:38 Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs. Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, hefur sent frá sér athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, sem birtist hér á Vísi fyrr í dag. Þóra vísar því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið að baki birtingu viðtals við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur í nýjasta tölublaði Nýs lífs. „Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Þóra meðal annars. „Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir,“ segir hún ennfremur. Yfirlýsingu Þóru má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, unnustu fjölmiðlamannsins Egils Einarssonar, sem birt var í fjölmiðlum fyrr í dag. Guðríður sakar mig um að stunda siðlausa blaðamennsku í umfjöllun minni í Nýju lífi sem kom út í gær. Í blaðinu lýsir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir kynnum sínum af Guðríði og Agli kvöld eitt í nóvember fyrir tveimur árum og ástæðum þess að hún kærði þau í kjölfarið fyrir nauðgun. Auk þess skrifaði ég fimm blaðsíðna umfjöllun um atburðarásina. Guðríður segir mig skorta áhuga á þeirra hlið málsins. Það er rangt. Meginuppistaða þeirrar greinar eru yfirlýsingar sem Egill Einarsson hefur sent fjölmiðlum um málið. Þær eru ýmist birtar í heild sinni eða aðalatriðin dregin fram. Í umfjölluninni var því gerð grein fyrir hans hlið á málinu. Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir. Undanfarin tvö ár hefur Egill ítrekað tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hann hefur sent frá sér fimm fréttatilkynningar og rætt það í forsíðuviðtali Monitors sem kemur út með Morgunblaðinu. Guðný Rós hefur hvergi tjáð sig um málið fyrr en nú í Nýju lífi. Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ég hnaut um orðalag í yfirlýsingu þinni sem ég tel vekja áleitnar spurningar. Þú segir: „Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara ...“ Umfjöllun Nýs lífs um málið á fullt erindi við almenning og ég vísa því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið þar að baki.Þóra Tómasdóttir,ritstjóri Nýs lífs. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, hefur sent frá sér athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, sem birtist hér á Vísi fyrr í dag. Þóra vísar því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið að baki birtingu viðtals við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur í nýjasta tölublaði Nýs lífs. „Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Þóra meðal annars. „Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir,“ segir hún ennfremur. Yfirlýsingu Þóru má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, unnustu fjölmiðlamannsins Egils Einarssonar, sem birt var í fjölmiðlum fyrr í dag. Guðríður sakar mig um að stunda siðlausa blaðamennsku í umfjöllun minni í Nýju lífi sem kom út í gær. Í blaðinu lýsir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir kynnum sínum af Guðríði og Agli kvöld eitt í nóvember fyrir tveimur árum og ástæðum þess að hún kærði þau í kjölfarið fyrir nauðgun. Auk þess skrifaði ég fimm blaðsíðna umfjöllun um atburðarásina. Guðríður segir mig skorta áhuga á þeirra hlið málsins. Það er rangt. Meginuppistaða þeirrar greinar eru yfirlýsingar sem Egill Einarsson hefur sent fjölmiðlum um málið. Þær eru ýmist birtar í heild sinni eða aðalatriðin dregin fram. Í umfjölluninni var því gerð grein fyrir hans hlið á málinu. Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir. Undanfarin tvö ár hefur Egill ítrekað tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hann hefur sent frá sér fimm fréttatilkynningar og rætt það í forsíðuviðtali Monitors sem kemur út með Morgunblaðinu. Guðný Rós hefur hvergi tjáð sig um málið fyrr en nú í Nýju lífi. Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ég hnaut um orðalag í yfirlýsingu þinni sem ég tel vekja áleitnar spurningar. Þú segir: „Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara ...“ Umfjöllun Nýs lífs um málið á fullt erindi við almenning og ég vísa því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið þar að baki.Þóra Tómasdóttir,ritstjóri Nýs lífs.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira