Yngstur í hakkarakeppni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. ágúst 2013 13:30 MH-ingurinn Gabríel Mikaelsson mun kljást við harða keppinauta í hakkarakeppni HR sem fram fer í kvöld. Árleg hakkarakeppni HR fer fram í kvöld þar sem níu keppendur munu reyna að brjótast inn í tölvur hver annars og verjast árásum hinna um leið. Fréttablaðið ræddi við einn nímenninganna, Helgu Guðmundsdóttur, í gær en hún er eini kvenkyns keppandinn í úrslitunum. Það er hins vegar MH-ingurinn Gabríel Mikaelsson sem er yngstur í hópnum, en hann er 18 ára gamall og starfar sem forritari á Vísi.is með skólanum. „Ég lærði þetta nú bara sjálfur á netinu,“ segir Gabríel aðspurður hvernig hann lærði listina að hakka en hann hefur verið að fikta við hakkið síðan hann var 14 ára. „Ég hef samt aldrei almennilega komið mér inn í þetta fyrr en núna.“ Gabríel þorir ekki að segja til um úrslit kvöldsins en nefnir sigurvegara keppninnar í fyrra sem sigurstranglegan. „Hann heitir Helgi sá sem vann í fyrra og ég held að hann sé að keppa í ár. Svo er þarna líka náungi sem er í tölvuöryggismálunum hjá CCP,“ segir Gabríel og ljóst er að hann keppir ekki við neina aukvisa í kvöld. En af hverju hakkarakeppni? Ýmir Vigfússon, lektor við tölvunarfræðideild HR og forsvarsmaður keppninnar, segir það ágætis spurningu. „Það er einfaldlega þannig að það eru svo óteljandi margar leiðir til að brjótast inn. Ef þú ætlar að reyna að verja þig þá þarftu að vita hverjar þessar leiðir eru. Besta vörnin er að skilja sóknina.“ Keppnin fer fram í HR klukkan 19.30 og er öllum opin. Einnig verður hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á netinu. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Sjá meira
Árleg hakkarakeppni HR fer fram í kvöld þar sem níu keppendur munu reyna að brjótast inn í tölvur hver annars og verjast árásum hinna um leið. Fréttablaðið ræddi við einn nímenninganna, Helgu Guðmundsdóttur, í gær en hún er eini kvenkyns keppandinn í úrslitunum. Það er hins vegar MH-ingurinn Gabríel Mikaelsson sem er yngstur í hópnum, en hann er 18 ára gamall og starfar sem forritari á Vísi.is með skólanum. „Ég lærði þetta nú bara sjálfur á netinu,“ segir Gabríel aðspurður hvernig hann lærði listina að hakka en hann hefur verið að fikta við hakkið síðan hann var 14 ára. „Ég hef samt aldrei almennilega komið mér inn í þetta fyrr en núna.“ Gabríel þorir ekki að segja til um úrslit kvöldsins en nefnir sigurvegara keppninnar í fyrra sem sigurstranglegan. „Hann heitir Helgi sá sem vann í fyrra og ég held að hann sé að keppa í ár. Svo er þarna líka náungi sem er í tölvuöryggismálunum hjá CCP,“ segir Gabríel og ljóst er að hann keppir ekki við neina aukvisa í kvöld. En af hverju hakkarakeppni? Ýmir Vigfússon, lektor við tölvunarfræðideild HR og forsvarsmaður keppninnar, segir það ágætis spurningu. „Það er einfaldlega þannig að það eru svo óteljandi margar leiðir til að brjótast inn. Ef þú ætlar að reyna að verja þig þá þarftu að vita hverjar þessar leiðir eru. Besta vörnin er að skilja sóknina.“ Keppnin fer fram í HR klukkan 19.30 og er öllum opin. Einnig verður hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á netinu.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Sjá meira