Telur ákæru fram komna vegna umfjöllunar á netinu Jakob Bjarnar skrifar 30. ágúst 2013 12:14 Snorri Magnússon hefur lesið ákæruskjalið og segir þar ýmislegt koma á óvart svo sem að handtakan hafi verið "ástæðulaus" og "án fyrirvara". Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Atvikið náðist á myndband sem vakti mikla athygli Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur líklegt að ákæran sé fram komin meðal annars vegna umfjöllunar í fjölmiðlum og á netinu. Handtakan sem um ræðir náðist á myndband sem fór sem eldur um sinu á netinu í sumar. Vísir greindi frá málinu í morgun. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði á sínum tíma, í samtali við Vísi, að handtakan væri ekki verið óeðlileg og að lögreglumaðurinn hefði beitt viðurkenndum aðferðum. Hann stendur við þau ummæli. „Jájá. Handtökur líta aldrei vel út. Sama hvaðan frá er horft. Þessi lítur sérstaklega illa út vegna þessa blessaða bekks sem konan skellur utan í. Miður að það hafi gerst. En, handtökuaðferðin sem beitt er, samkvæmt því sem ég kemst næst og af þeim sem sjá um kennslu á þeim hlutum; algerlega í takti við þær kennslubækur sem stuðst er við í þeim efnum.“ Lögmaður konunnar umræddu vildi í morgun ekkert láta eftir sér hafa um málið, né heldur Stefán Eiríksson lögreglustjóri sem vísar á ríkissaksóknara; æðsta handhafa ákæruvaldins. En, ákæran kemur Snorra mjög á óvart, ekki síst eftir lestur ákæruskjalsins, sem hann segir afar sérkennilegt. „Ég hef lesið ákæruskjalið sjálft. Og þetta kemur mér sannarlega og vissulega á óvart. Að lesa þetta út frá ákæruskjalinu. Þar er ýjað að því að handtakan hafi verið án fyrirvara. Og fleira í þeim dúr. Að handtakan hafi verið ástæðulaus.“ Snorri getur ekki séð að svo sé: „Nei, ég verð að segja það alveg eins og er. Eftir að búið er að hrækja á viðkomandi lögreglumann?“ Aðspurður telur Snorri umfjöllun um málið hafa haft áhrif á það að til ákæru kom. „Nú er oft erfitt að vera spámaður í einhverju svona. En vissulega hvarflar sú hugsun að manni. Ef einhver fótur væri fyrir slíku er illa fyrir okkur komið sem störfum í þessari stétt. Erfitt að eiga við það að handtaka fólk sem brotið hefur af sér ef eftirmáli á að stjórnast af fjölmiðlaumfjöllun og ég tala nú ekki um, einhverri Facebook-umfjöllun.“ Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Atvikið náðist á myndband sem vakti mikla athygli Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur líklegt að ákæran sé fram komin meðal annars vegna umfjöllunar í fjölmiðlum og á netinu. Handtakan sem um ræðir náðist á myndband sem fór sem eldur um sinu á netinu í sumar. Vísir greindi frá málinu í morgun. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði á sínum tíma, í samtali við Vísi, að handtakan væri ekki verið óeðlileg og að lögreglumaðurinn hefði beitt viðurkenndum aðferðum. Hann stendur við þau ummæli. „Jájá. Handtökur líta aldrei vel út. Sama hvaðan frá er horft. Þessi lítur sérstaklega illa út vegna þessa blessaða bekks sem konan skellur utan í. Miður að það hafi gerst. En, handtökuaðferðin sem beitt er, samkvæmt því sem ég kemst næst og af þeim sem sjá um kennslu á þeim hlutum; algerlega í takti við þær kennslubækur sem stuðst er við í þeim efnum.“ Lögmaður konunnar umræddu vildi í morgun ekkert láta eftir sér hafa um málið, né heldur Stefán Eiríksson lögreglustjóri sem vísar á ríkissaksóknara; æðsta handhafa ákæruvaldins. En, ákæran kemur Snorra mjög á óvart, ekki síst eftir lestur ákæruskjalsins, sem hann segir afar sérkennilegt. „Ég hef lesið ákæruskjalið sjálft. Og þetta kemur mér sannarlega og vissulega á óvart. Að lesa þetta út frá ákæruskjalinu. Þar er ýjað að því að handtakan hafi verið án fyrirvara. Og fleira í þeim dúr. Að handtakan hafi verið ástæðulaus.“ Snorri getur ekki séð að svo sé: „Nei, ég verð að segja það alveg eins og er. Eftir að búið er að hrækja á viðkomandi lögreglumann?“ Aðspurður telur Snorri umfjöllun um málið hafa haft áhrif á það að til ákæru kom. „Nú er oft erfitt að vera spámaður í einhverju svona. En vissulega hvarflar sú hugsun að manni. Ef einhver fótur væri fyrir slíku er illa fyrir okkur komið sem störfum í þessari stétt. Erfitt að eiga við það að handtaka fólk sem brotið hefur af sér ef eftirmáli á að stjórnast af fjölmiðlaumfjöllun og ég tala nú ekki um, einhverri Facebook-umfjöllun.“
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira