Sakar Þóru um „siðlausa blaðamennsku“ Kristján Hjálmarsson skrifar 30. ágúst 2013 11:30 Guðríður Jónsdóttir, unnusta Egils Einarssonar, sakar Þóru Tómasdóttur ritstjóra Nýs lífs um siðlausa blaðamennsku. Guðríður Jónsdóttir, unnusta Egils Einarssonar, sakar Þóru Tómasdóttur ritstjóra Nýs lífs um „siðlausa blaðamennsku“ í yfirlýsingu sem hún hefur sent Vísi. Þar sakar hún Þóru um ófaglega umfjöllun og segir að meginmarkmið viðtalsins hafi verið að koma höggi á Egil auk þess sem um söluátak hafi verið að ræða. Ástæða yfirlýsingarinnar er viðtal við Guðnýju Rósu Vilhjálmsdóttur sem birtist í Nýju lífi í gær. Guðný Rós kærði Guðríði og Egil fyrir nauðgun fyrir tveimur árum. Málið, sem fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun á sínum tíma, var rannsakað hjá lögreglunni. Það var svo sent ríkissaksóknara sem fyrirskipaði ítarlegri rannsókn. Að endingu felldi saksóknari málið niður. Egill kærði Guðnýju Rós í kjölfarið fyrir rangar sakargiftir en málið var fellt niður. Með viðtalinu í Nýju lífi steig Guðný Rós í fyrsta skipti fram og sagði frá sinni upplifun af málinu. Guðríður segir í yfirlýsingunni að Guðný hafi kært þau Egil að ósekju fyrir nauðgun. „Rétt er að taka fram að Guðný var ekki þvinguð til neins. Hún „fraus“ ekki heldur tók hún virkan þátt í því sem fram fór. Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara (og fór auðvitað óhindruð.) Ekkert hafði gerst og ekkert var sagt sem gaf okkur Agli ástæðu til að tengja þá ákvörðun við neitt annað en það að hún hefði skyndilega munað eftir því að hún væri að „deita“ strák,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Guðríðar.„Þungamiðja umfjöllunarinnar er viðtal Þóru Tómasdóttur ritstjóra við Guðnýju Rós þar sem hún lýsir sinni útgáfu af sögunni í smáatriðum. Svo sem framburður vitna, símaskýrslur og læknaskýrslur staðfesta, víkja fyrri framburðir Guðnýjar og talsmanna hennar nokkuð langt frá veruleikanum. Hér er komin fram ein útgáfan enn.“ Guðríður segir umfjöllun Þóru um málið vera vægast sagt ófaglega. „Þóra hafði ekki samband við okkur fyrir útkomu blaðsins. Það var enginn áhugi á að heyra okkar hlið, engin tilraun gerð til hlutleysis í frásögninni. Hins vegar klippir Þóra búta úr yfirlýsingum frá Agli, eftir því sem hentar „málstaðnum“. Málið er lagt þannig upp að lesandinn getur ekki komist að annarri niðurstöðu en við Egill séum illmenni hin mestu. Jafnvel ég myndi sannfærast, hefði ég ekki sjálf verið á staðnum,“ segir Guðríður. Yfirlýsingu Guðríðar má lesa í heild sinni hér að neðan: Siðlaus „blaðamennska“ Í nýútkomnu tölublaði af tímaritinu Nýju lífi er þrettán blaðsíðna umfjöllun um kæru Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur á hendur mér og unnusta mínum, Agli Einarssyni. Sem kunnugt er kærði Guðný okkur að ósekju fyrir nauðgun fyrir tæpum tveimur árum. Þungamiðja umfjöllunarinnar er viðtal Þóru Tómasdóttur ritstjóra við Guðnýju Rós þar sem hún lýsir sinni útgáfu af sögunni í smáatriðum. Svo sem framburður vitna, símaskýrslur og læknaskýrslur staðfesta, víkja fyrri framburðir Guðnýjar og talsmanna hennar nokkuð langt frá veruleikanum. Hér er komin fram ein útgáfan enn. Rétt er að taka fram að Guðný var ekki þvinguð til neins. Hún „fraus“ ekki heldur tók hún virkan þátt í því sem fram fór. Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara (og fór auðvitað óhindruð.) Ekkert hafði gerst og ekkert var sagt sem gaf okkur Agli ástæðu til að tengja þá ákvörðun við neitt annað en það að hún hefði skyndilega munað eftir því að hún væri að „deita“ strák. Frá upphafi hefur umföllun um þetta mál verið einhliða þar sem Guðný og þeir sem henni standa nærri hafa matað fjölmiðla, DV sýnu mest, á frásögnum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þar á meðal er Þóra Tómasdóttir sem raunar má líta á sem fjölmiðlafulltrúa Guðnýjar. Hvorki ég, né Egill, höfum tjáð okkur um atvik þessa máls opinberlega. Í meðförum Þóru er þessu snúið á hvolf og boðað að Guðný ætli nú í fyrsta sinn að segja sína sögu. Þetta segir allt um nálgunina og þann einlæga ásetning Þóru að setja nauðgunarstimpil á okkur Egil. Umfjöllun Þóru um málið er vægast sagt ófagleg. Þóra hafði ekki samband við okkur fyrir útkomu blaðsins. Það var enginn áhugi á að heyra okkar hlið, engin tilraun gerð til hlutleysis í frásögninni. Hins vegar klippir Þóra búta úr yfirlýsingum frá Agli, eftir því sem hentar „málstaðnum“. Málið er lagt þannig upp að lesandinn getur ekki komist að annarri niðurstöðu en við Egill séum illmenni hin mestu. Jafnvel ég myndi sannfærast, hefði ég ekki sjálf verið á staðnum. Engum dylst að meginmarkmiðið með birtingu þessa viðtals er að koma höggi á Egil en auk þess virðist hér vera um söluátak að ræða. Auglýsingadeild Birtings, útgefanda Nýs lífs, var síðustu vikur á útopnu að selja auglýsingar í blað „sem innihéldi risa skúbb”, eins og það var kynnt fyrir mögulegum auglýsendum. Svo að því sé til haga haldið, þá kærði Egill, unnusti minn, Guðnýju Rós fyrir rangar sakargiftir á síðasta ári. En líkt og með svo grátlega mörg önnur mál í þessum flokki, þá var málið fellt niður eftir málamyndarannsókn. Sú niðurstaða var okkur mikil vonbrigði. Hafa verður í huga að á sínum tíma fór fram ítarleg rannsókn á ásökunum Guðnýjar Rósar. Sú rannsókn leiddi í ljós að ekki væru neinar forsendur til ákæru enda styrktu öll gögn málsins og vitni framburð minn og unnusta míns, en um leið var Guðný Rós, samkvæmt úrskurði ríkissaksóknara, reikul í framburði og mikið ósamræmi í frásögn hennar. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Guðríður Jónsdóttir, unnusta Egils Einarssonar, sakar Þóru Tómasdóttur ritstjóra Nýs lífs um „siðlausa blaðamennsku“ í yfirlýsingu sem hún hefur sent Vísi. Þar sakar hún Þóru um ófaglega umfjöllun og segir að meginmarkmið viðtalsins hafi verið að koma höggi á Egil auk þess sem um söluátak hafi verið að ræða. Ástæða yfirlýsingarinnar er viðtal við Guðnýju Rósu Vilhjálmsdóttur sem birtist í Nýju lífi í gær. Guðný Rós kærði Guðríði og Egil fyrir nauðgun fyrir tveimur árum. Málið, sem fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun á sínum tíma, var rannsakað hjá lögreglunni. Það var svo sent ríkissaksóknara sem fyrirskipaði ítarlegri rannsókn. Að endingu felldi saksóknari málið niður. Egill kærði Guðnýju Rós í kjölfarið fyrir rangar sakargiftir en málið var fellt niður. Með viðtalinu í Nýju lífi steig Guðný Rós í fyrsta skipti fram og sagði frá sinni upplifun af málinu. Guðríður segir í yfirlýsingunni að Guðný hafi kært þau Egil að ósekju fyrir nauðgun. „Rétt er að taka fram að Guðný var ekki þvinguð til neins. Hún „fraus“ ekki heldur tók hún virkan þátt í því sem fram fór. Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara (og fór auðvitað óhindruð.) Ekkert hafði gerst og ekkert var sagt sem gaf okkur Agli ástæðu til að tengja þá ákvörðun við neitt annað en það að hún hefði skyndilega munað eftir því að hún væri að „deita“ strák,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Guðríðar.„Þungamiðja umfjöllunarinnar er viðtal Þóru Tómasdóttur ritstjóra við Guðnýju Rós þar sem hún lýsir sinni útgáfu af sögunni í smáatriðum. Svo sem framburður vitna, símaskýrslur og læknaskýrslur staðfesta, víkja fyrri framburðir Guðnýjar og talsmanna hennar nokkuð langt frá veruleikanum. Hér er komin fram ein útgáfan enn.“ Guðríður segir umfjöllun Þóru um málið vera vægast sagt ófaglega. „Þóra hafði ekki samband við okkur fyrir útkomu blaðsins. Það var enginn áhugi á að heyra okkar hlið, engin tilraun gerð til hlutleysis í frásögninni. Hins vegar klippir Þóra búta úr yfirlýsingum frá Agli, eftir því sem hentar „málstaðnum“. Málið er lagt þannig upp að lesandinn getur ekki komist að annarri niðurstöðu en við Egill séum illmenni hin mestu. Jafnvel ég myndi sannfærast, hefði ég ekki sjálf verið á staðnum,“ segir Guðríður. Yfirlýsingu Guðríðar má lesa í heild sinni hér að neðan: Siðlaus „blaðamennska“ Í nýútkomnu tölublaði af tímaritinu Nýju lífi er þrettán blaðsíðna umfjöllun um kæru Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur á hendur mér og unnusta mínum, Agli Einarssyni. Sem kunnugt er kærði Guðný okkur að ósekju fyrir nauðgun fyrir tæpum tveimur árum. Þungamiðja umfjöllunarinnar er viðtal Þóru Tómasdóttur ritstjóra við Guðnýju Rós þar sem hún lýsir sinni útgáfu af sögunni í smáatriðum. Svo sem framburður vitna, símaskýrslur og læknaskýrslur staðfesta, víkja fyrri framburðir Guðnýjar og talsmanna hennar nokkuð langt frá veruleikanum. Hér er komin fram ein útgáfan enn. Rétt er að taka fram að Guðný var ekki þvinguð til neins. Hún „fraus“ ekki heldur tók hún virkan þátt í því sem fram fór. Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara (og fór auðvitað óhindruð.) Ekkert hafði gerst og ekkert var sagt sem gaf okkur Agli ástæðu til að tengja þá ákvörðun við neitt annað en það að hún hefði skyndilega munað eftir því að hún væri að „deita“ strák. Frá upphafi hefur umföllun um þetta mál verið einhliða þar sem Guðný og þeir sem henni standa nærri hafa matað fjölmiðla, DV sýnu mest, á frásögnum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þar á meðal er Þóra Tómasdóttir sem raunar má líta á sem fjölmiðlafulltrúa Guðnýjar. Hvorki ég, né Egill, höfum tjáð okkur um atvik þessa máls opinberlega. Í meðförum Þóru er þessu snúið á hvolf og boðað að Guðný ætli nú í fyrsta sinn að segja sína sögu. Þetta segir allt um nálgunina og þann einlæga ásetning Þóru að setja nauðgunarstimpil á okkur Egil. Umfjöllun Þóru um málið er vægast sagt ófagleg. Þóra hafði ekki samband við okkur fyrir útkomu blaðsins. Það var enginn áhugi á að heyra okkar hlið, engin tilraun gerð til hlutleysis í frásögninni. Hins vegar klippir Þóra búta úr yfirlýsingum frá Agli, eftir því sem hentar „málstaðnum“. Málið er lagt þannig upp að lesandinn getur ekki komist að annarri niðurstöðu en við Egill séum illmenni hin mestu. Jafnvel ég myndi sannfærast, hefði ég ekki sjálf verið á staðnum. Engum dylst að meginmarkmiðið með birtingu þessa viðtals er að koma höggi á Egil en auk þess virðist hér vera um söluátak að ræða. Auglýsingadeild Birtings, útgefanda Nýs lífs, var síðustu vikur á útopnu að selja auglýsingar í blað „sem innihéldi risa skúbb”, eins og það var kynnt fyrir mögulegum auglýsendum. Svo að því sé til haga haldið, þá kærði Egill, unnusti minn, Guðnýju Rós fyrir rangar sakargiftir á síðasta ári. En líkt og með svo grátlega mörg önnur mál í þessum flokki, þá var málið fellt niður eftir málamyndarannsókn. Sú niðurstaða var okkur mikil vonbrigði. Hafa verður í huga að á sínum tíma fór fram ítarleg rannsókn á ásökunum Guðnýjar Rósar. Sú rannsókn leiddi í ljós að ekki væru neinar forsendur til ákæru enda styrktu öll gögn málsins og vitni framburð minn og unnusta míns, en um leið var Guðný Rós, samkvæmt úrskurði ríkissaksóknara, reikul í framburði og mikið ósamræmi í frásögn hennar.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira