Sport

Tvö Íslandsmet og brons í réttstöðulyftu hjá Arnhildi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnhildur Anna.
Arnhildur Anna. Mynd/Aðsend
Arnhildur Anna Árnadóttir úr Gróttu bætti persónulegan árangur sinn um 17,5 kg og setti tvö Íslandsmet ungmenna á HM í Texas í gær.  Arnhildur keppti í -72 kg flokki og vó 70,76 kg við vigtun.

Arnhildur, eða Anna sem þulirnir kusu að nefna hana, byrjaði á 160,0 kg í hnébeygju. Henni mistókst með 167,5 í annarri tilraun en í þeirri þriðju fóru lóðin á loft og nýtt Íslandsmet unglinga í höfn.

Á bekknum endurtók sagan sig. Arnhildur byrjaði létt með 90,0 kg, mistókst með 95,0 í annarri tilraun en kláraði það svo örugglega í þriðju tilraun. Hún bætti persónulegan árangur sinn á bekknum um 5 kg.

Í réttstöðu fór Arnhildur létt með að lyfta 162,5 kg. Hún fór beint í 170,0 kg og reif þyngdina upp af miklu öryggi og sett um leið Íslandsmet ungmenna. Í þriðju tilraun reyndi hún við 175,0 kg en tókst ekki. Bronsið vannst á 172,5 kg.

Arnhildur endaði í 6.sæti með 432,5 kg samanlagt. Það er jöfnun við Íslandsmet ungmenna í samanlögðu og bætti sinn besta árangur um 17,5 kg.

Sigurvegarinn í flokknum var Marte Elverum frá Noregi með 515,0 kg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×