Vettel vonsvikinn með síðustu æfingadagana Birgir Þór Harðarson skrifar 4. mars 2013 06:00 Vettel treystir sér ekki til að spá neinu um úrslit fyrsta móts ársins í Ástralíu. vísir/ap Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir liðið sitt ekki hafa náð öllum markmiðum sínum á æfingum vetrarnins sem lauk í gær. Dekkin hafi verið of stór þáttur til þess að geta metið bílinn með einhverri vissu. Dekkin hafa verið öllum liðunum til vandræða undirbúningstímabilinu því þau eyðast hratt og eru orðin léleg eftir fáeina hringi. Vettel bendir á að þetta setji alla í þá stöðu að vita ekki upp á hár hvers konar tól liðin hafa til umráða fyrir keppnistímabilið. "Við verðum bara að passa okkur sjálfa," sagði heimsmeistarinn við Autosport í Barcelona í gær. "Við náðum ekki að haka í öll boxin á listanum okkar og síðustu tveir dagar æfinganna gengu ekki eins og við vonuðumst til." Hann er þó vongóður og segir enn tíma til stefnu áður en keppnisvertíðin hefst í Melbourne í Ástralíu síðar í þessum mánuði. Hann segist þó ekki geta bent á einstaka hluti sem þurfi að lagfæra. "Það er ofboðslega erfitt að vita hvar við eigum að bæta bílinn því dekkin hafa ekki verið nógu áreiðanleg." "Ef við lítum yfir allar þrjár æfingaloturnar þá höfum við í öll skiptin þurft að takmarka okkur við líftíma dekkjanna. Það var því ógeðslega erfitt að stilla bílnum upp og marka stefnu í þeim efnum því dekkin eru ekki nógu góð." Nico Rosberg var fljótastur á síðasta degi æfinganna en liðsfélagi hans var fljótastur á laugardag. Vettel er samt viss um að það verði ekki endilega raunin í keppnum ársins því aðstæðurnar eru of flóknar til að lesa í bestu tíma. "Við fylgdumst með hringtímunum en það er óljóst að svo búnu hvaða dekk það eru sem gefa manni bestu spyrnuna." Formúla Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir liðið sitt ekki hafa náð öllum markmiðum sínum á æfingum vetrarnins sem lauk í gær. Dekkin hafi verið of stór þáttur til þess að geta metið bílinn með einhverri vissu. Dekkin hafa verið öllum liðunum til vandræða undirbúningstímabilinu því þau eyðast hratt og eru orðin léleg eftir fáeina hringi. Vettel bendir á að þetta setji alla í þá stöðu að vita ekki upp á hár hvers konar tól liðin hafa til umráða fyrir keppnistímabilið. "Við verðum bara að passa okkur sjálfa," sagði heimsmeistarinn við Autosport í Barcelona í gær. "Við náðum ekki að haka í öll boxin á listanum okkar og síðustu tveir dagar æfinganna gengu ekki eins og við vonuðumst til." Hann er þó vongóður og segir enn tíma til stefnu áður en keppnisvertíðin hefst í Melbourne í Ástralíu síðar í þessum mánuði. Hann segist þó ekki geta bent á einstaka hluti sem þurfi að lagfæra. "Það er ofboðslega erfitt að vita hvar við eigum að bæta bílinn því dekkin hafa ekki verið nógu áreiðanleg." "Ef við lítum yfir allar þrjár æfingaloturnar þá höfum við í öll skiptin þurft að takmarka okkur við líftíma dekkjanna. Það var því ógeðslega erfitt að stilla bílnum upp og marka stefnu í þeim efnum því dekkin eru ekki nógu góð." Nico Rosberg var fljótastur á síðasta degi æfinganna en liðsfélagi hans var fljótastur á laugardag. Vettel er samt viss um að það verði ekki endilega raunin í keppnum ársins því aðstæðurnar eru of flóknar til að lesa í bestu tíma. "Við fylgdumst með hringtímunum en það er óljóst að svo búnu hvaða dekk það eru sem gefa manni bestu spyrnuna."
Formúla Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira