Innlent

Erlendar fréttasíður fjalla um strigaskó Sigmundar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá málinu í dag og meðal annars er hægt að lesa um skófatnað forsætisráðherrans á tyrkneskum, brasilískum, norskum og dönskum fréttasíðum
Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá málinu í dag og meðal annars er hægt að lesa um skófatnað forsætisráðherrans á tyrkneskum, brasilískum, norskum og dönskum fréttasíðum
Fátt hefur vakið meiri athygli hér á landi síðasta sólarhringinn en strigaskór Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Hann var í ósamstæðum skóm á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta og leiðtogum Norðurlandanna í Stokkhólmi í fyrradag. Sigmundur Davíð var í spariskóm á hægri fæti en Nike íþróttaskóm á þeim vinstri sökum bólgu vegna sýkingar í vinstri fæti.

Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá málinu í dag og meðal annars er hægt að lesa um skófatnað forsætisráðherrans á tyrkneskum, brasilískum, norskum og dönskum fréttasíðum. Þá hafa um 800 þúsund skoðað mynd af skónum á vefsíðunni Reddit.com.

Í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær sagði Sigmundur Davíð að nokkrar umræður um skóna hefðu spunnist á fundinum og meðal annars hafi Obama grínast með þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×