Nóbelsverðlaunahafi með fyrirlestur í HÍ Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. september 2013 13:29 David Gross heldur fyrirlestur í næstu viku. David Gross, prófessor í eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara og handhafi Nóbelsverðlauna í eðlisfræði árið 2004, mun þriðjudaginn 10. september halda fyrirlestur um nýjustu rannsóknir í öreindafræði og strengjafræði. Öreindafræðin fjallar um innstu gerð efnisheimsins og víxlverkanir milli efnisagna. Farið verður almennt yfir stöðu þekkingar í öreindafræði og helstu spurningar sem þar er leitað svara við. Fjallað verður um uppgötvanir sem tengjast Large Hadron Collider hraðlinum í Cern og rætt um stöðu strengjafræðinnar, sem er metnaðarfull kenning þar sem staðallíkan öreindafræðinnar og þyngdarfræði almennu afstæðiskenningarinnar eru fléttaðar saman og hinar ýmsu öreindir og kraftsvið náttúrunnar svara til mismunandi tóna sem slegnir eru á örsmáa strengi. Kenningin er hinsvegar langt því frá að vera fullmótuð og mörgum grundvallarspurningum er ósvarað. Fjölmargir strengjafræðingar hallast að því að umbylta þurfi hugmyndum um eðli tíma og rúms áður en strengjafræðin tekur á sig endanlega mynd. David J. Gross er fæddur 19. febrúar árið 1941 í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann er prófessor í kennilegri eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara í Bandaríkjunum. Árið 2004 hlaut hann Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt H. David Politzer og Frank Wilczek fyrir framlag til fræðilegrar eðlisfræði, sem leiddi til aukins skilnings á sterku víxlverkuninni meðal kjarna og öreinda.Fyrirlesturinn fer fram á ensku í hátíðasal Háskóla Íslands 10. september og hefst klukkan 15:30. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna á heimasíðu Háskóla Íslands. Nóbelsverðlaun Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
David Gross, prófessor í eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara og handhafi Nóbelsverðlauna í eðlisfræði árið 2004, mun þriðjudaginn 10. september halda fyrirlestur um nýjustu rannsóknir í öreindafræði og strengjafræði. Öreindafræðin fjallar um innstu gerð efnisheimsins og víxlverkanir milli efnisagna. Farið verður almennt yfir stöðu þekkingar í öreindafræði og helstu spurningar sem þar er leitað svara við. Fjallað verður um uppgötvanir sem tengjast Large Hadron Collider hraðlinum í Cern og rætt um stöðu strengjafræðinnar, sem er metnaðarfull kenning þar sem staðallíkan öreindafræðinnar og þyngdarfræði almennu afstæðiskenningarinnar eru fléttaðar saman og hinar ýmsu öreindir og kraftsvið náttúrunnar svara til mismunandi tóna sem slegnir eru á örsmáa strengi. Kenningin er hinsvegar langt því frá að vera fullmótuð og mörgum grundvallarspurningum er ósvarað. Fjölmargir strengjafræðingar hallast að því að umbylta þurfi hugmyndum um eðli tíma og rúms áður en strengjafræðin tekur á sig endanlega mynd. David J. Gross er fæddur 19. febrúar árið 1941 í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann er prófessor í kennilegri eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara í Bandaríkjunum. Árið 2004 hlaut hann Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt H. David Politzer og Frank Wilczek fyrir framlag til fræðilegrar eðlisfræði, sem leiddi til aukins skilnings á sterku víxlverkuninni meðal kjarna og öreinda.Fyrirlesturinn fer fram á ensku í hátíðasal Háskóla Íslands 10. september og hefst klukkan 15:30. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna á heimasíðu Háskóla Íslands.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira