Dagur segir Höskuld stunda lýðskrum Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2013 13:02 Degi sýnist Höskuldur vilja stökkva á einhvern vinsældavagn sem hann telur eiga leið fram hjá. Samkvæmt aðalskipulagi fer flugvöllurinn í áföngum næstu tíu árin. Dagur B. Eggertsson gefur lítið fyrir hugmyndir Höskuldar Þórhallssonar; þær að ríkið ráði skipulagi flugvallasvæðisins. Hann kennir hugmyndirnar við lýðskrum. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, undirbýr nú frumvarp um að skipulagning flugvallarsvæðisins í Reykjavík flytjist frá borginni til ríksins. Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs og honum þykir þessar hugmyndir Höskuldar furðulegar. „Mér sýnist Höskuldur þarna vera að gera tilraun til að stökkva á einhvern vinsældavagn sem hann telur eiga leið fram hjá. Ég held að það sé hvorki góð leið til að stjórna borg, stjórna landi eða skipulagsmálum yfirhöfuð að leyfa svona frá hendinni til munnsins bara eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Þetta eru mjög flókin mál og mjög margt sem þarf að taka tillit til. Það gerum við ekki í gegnum upphlaup í fjölmiðlum.“ Röksemdir Höskuldar ganga út á að Reykjavíkurflugvöllur sé undir sama hatti og Keflavíkurflugvöllur, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og alþingisreiturinn; þetta eru staðir sem snúa að landsmönnum öllum. Dagur telur slíka röksemdafærslu hæpna. „Það er auðvitað mjög margt í Reykjavík, sem er höfuðborg, sem varðar landið allt. Mjög margt. Við heyrðum það núna fyrir nokkrum vikum þegar tiltekinn reitur í miðborginni var mikið umdeildur að þá komu fram hugmyndir innan þingsins að það ætti að grípa inní því þetta varðaði þjóðina alla. Þannig má hugsa sé að það gildi einnig um reitinn í kringum Hörpu eða Laugardalinn þar sem þjóðarleikvangurinn er ... maður spyr sig? Höfum við ekki einmitt lært að það þarf heildarhugsun í skipulagsmálum; langtímasýn og taka alla hagsmunina við borðið inn í myndina en ekki svona pólitísk inngrip, við og við, bút fyrir bút, eftir því hvernig vindarnir blása hverju sinni.“ Undirskriftasöfnun meðal þeirra sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur gengið vonum framar. Að sögn Dags rennur athugasemdafresturinn út 20. september og þá má búast við því að borgaryfirvöld taki afstöðu til þeirra, sem og annarra athugasemda.En, flugvöllurinn er að fara? Er það ekki öruggt? „Aðalskipulagið hefur gert ráð fyrir því í tíu ár að hann fari í áföngum."Og eftir því er unnið? „Tillagan felur það í sér og við erum út af fyrir sig orðin langeyg eftir því að fá viðbrögð við þeirri stefnumörkun. Því hún er í raun ekkert að breytast í aðalskipulaginu sem nú er gerð tillaga um miðað við það sem samþykkt var 2001." Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Dagur B. Eggertsson gefur lítið fyrir hugmyndir Höskuldar Þórhallssonar; þær að ríkið ráði skipulagi flugvallasvæðisins. Hann kennir hugmyndirnar við lýðskrum. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, undirbýr nú frumvarp um að skipulagning flugvallarsvæðisins í Reykjavík flytjist frá borginni til ríksins. Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs og honum þykir þessar hugmyndir Höskuldar furðulegar. „Mér sýnist Höskuldur þarna vera að gera tilraun til að stökkva á einhvern vinsældavagn sem hann telur eiga leið fram hjá. Ég held að það sé hvorki góð leið til að stjórna borg, stjórna landi eða skipulagsmálum yfirhöfuð að leyfa svona frá hendinni til munnsins bara eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Þetta eru mjög flókin mál og mjög margt sem þarf að taka tillit til. Það gerum við ekki í gegnum upphlaup í fjölmiðlum.“ Röksemdir Höskuldar ganga út á að Reykjavíkurflugvöllur sé undir sama hatti og Keflavíkurflugvöllur, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og alþingisreiturinn; þetta eru staðir sem snúa að landsmönnum öllum. Dagur telur slíka röksemdafærslu hæpna. „Það er auðvitað mjög margt í Reykjavík, sem er höfuðborg, sem varðar landið allt. Mjög margt. Við heyrðum það núna fyrir nokkrum vikum þegar tiltekinn reitur í miðborginni var mikið umdeildur að þá komu fram hugmyndir innan þingsins að það ætti að grípa inní því þetta varðaði þjóðina alla. Þannig má hugsa sé að það gildi einnig um reitinn í kringum Hörpu eða Laugardalinn þar sem þjóðarleikvangurinn er ... maður spyr sig? Höfum við ekki einmitt lært að það þarf heildarhugsun í skipulagsmálum; langtímasýn og taka alla hagsmunina við borðið inn í myndina en ekki svona pólitísk inngrip, við og við, bút fyrir bút, eftir því hvernig vindarnir blása hverju sinni.“ Undirskriftasöfnun meðal þeirra sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur gengið vonum framar. Að sögn Dags rennur athugasemdafresturinn út 20. september og þá má búast við því að borgaryfirvöld taki afstöðu til þeirra, sem og annarra athugasemda.En, flugvöllurinn er að fara? Er það ekki öruggt? „Aðalskipulagið hefur gert ráð fyrir því í tíu ár að hann fari í áföngum."Og eftir því er unnið? „Tillagan felur það í sér og við erum út af fyrir sig orðin langeyg eftir því að fá viðbrögð við þeirri stefnumörkun. Því hún er í raun ekkert að breytast í aðalskipulaginu sem nú er gerð tillaga um miðað við það sem samþykkt var 2001."
Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira