Dagur segir Höskuld stunda lýðskrum Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2013 13:02 Degi sýnist Höskuldur vilja stökkva á einhvern vinsældavagn sem hann telur eiga leið fram hjá. Samkvæmt aðalskipulagi fer flugvöllurinn í áföngum næstu tíu árin. Dagur B. Eggertsson gefur lítið fyrir hugmyndir Höskuldar Þórhallssonar; þær að ríkið ráði skipulagi flugvallasvæðisins. Hann kennir hugmyndirnar við lýðskrum. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, undirbýr nú frumvarp um að skipulagning flugvallarsvæðisins í Reykjavík flytjist frá borginni til ríksins. Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs og honum þykir þessar hugmyndir Höskuldar furðulegar. „Mér sýnist Höskuldur þarna vera að gera tilraun til að stökkva á einhvern vinsældavagn sem hann telur eiga leið fram hjá. Ég held að það sé hvorki góð leið til að stjórna borg, stjórna landi eða skipulagsmálum yfirhöfuð að leyfa svona frá hendinni til munnsins bara eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Þetta eru mjög flókin mál og mjög margt sem þarf að taka tillit til. Það gerum við ekki í gegnum upphlaup í fjölmiðlum.“ Röksemdir Höskuldar ganga út á að Reykjavíkurflugvöllur sé undir sama hatti og Keflavíkurflugvöllur, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og alþingisreiturinn; þetta eru staðir sem snúa að landsmönnum öllum. Dagur telur slíka röksemdafærslu hæpna. „Það er auðvitað mjög margt í Reykjavík, sem er höfuðborg, sem varðar landið allt. Mjög margt. Við heyrðum það núna fyrir nokkrum vikum þegar tiltekinn reitur í miðborginni var mikið umdeildur að þá komu fram hugmyndir innan þingsins að það ætti að grípa inní því þetta varðaði þjóðina alla. Þannig má hugsa sé að það gildi einnig um reitinn í kringum Hörpu eða Laugardalinn þar sem þjóðarleikvangurinn er ... maður spyr sig? Höfum við ekki einmitt lært að það þarf heildarhugsun í skipulagsmálum; langtímasýn og taka alla hagsmunina við borðið inn í myndina en ekki svona pólitísk inngrip, við og við, bút fyrir bút, eftir því hvernig vindarnir blása hverju sinni.“ Undirskriftasöfnun meðal þeirra sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur gengið vonum framar. Að sögn Dags rennur athugasemdafresturinn út 20. september og þá má búast við því að borgaryfirvöld taki afstöðu til þeirra, sem og annarra athugasemda.En, flugvöllurinn er að fara? Er það ekki öruggt? „Aðalskipulagið hefur gert ráð fyrir því í tíu ár að hann fari í áföngum."Og eftir því er unnið? „Tillagan felur það í sér og við erum út af fyrir sig orðin langeyg eftir því að fá viðbrögð við þeirri stefnumörkun. Því hún er í raun ekkert að breytast í aðalskipulaginu sem nú er gerð tillaga um miðað við það sem samþykkt var 2001." Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Dagur B. Eggertsson gefur lítið fyrir hugmyndir Höskuldar Þórhallssonar; þær að ríkið ráði skipulagi flugvallasvæðisins. Hann kennir hugmyndirnar við lýðskrum. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, undirbýr nú frumvarp um að skipulagning flugvallarsvæðisins í Reykjavík flytjist frá borginni til ríksins. Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs og honum þykir þessar hugmyndir Höskuldar furðulegar. „Mér sýnist Höskuldur þarna vera að gera tilraun til að stökkva á einhvern vinsældavagn sem hann telur eiga leið fram hjá. Ég held að það sé hvorki góð leið til að stjórna borg, stjórna landi eða skipulagsmálum yfirhöfuð að leyfa svona frá hendinni til munnsins bara eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Þetta eru mjög flókin mál og mjög margt sem þarf að taka tillit til. Það gerum við ekki í gegnum upphlaup í fjölmiðlum.“ Röksemdir Höskuldar ganga út á að Reykjavíkurflugvöllur sé undir sama hatti og Keflavíkurflugvöllur, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og alþingisreiturinn; þetta eru staðir sem snúa að landsmönnum öllum. Dagur telur slíka röksemdafærslu hæpna. „Það er auðvitað mjög margt í Reykjavík, sem er höfuðborg, sem varðar landið allt. Mjög margt. Við heyrðum það núna fyrir nokkrum vikum þegar tiltekinn reitur í miðborginni var mikið umdeildur að þá komu fram hugmyndir innan þingsins að það ætti að grípa inní því þetta varðaði þjóðina alla. Þannig má hugsa sé að það gildi einnig um reitinn í kringum Hörpu eða Laugardalinn þar sem þjóðarleikvangurinn er ... maður spyr sig? Höfum við ekki einmitt lært að það þarf heildarhugsun í skipulagsmálum; langtímasýn og taka alla hagsmunina við borðið inn í myndina en ekki svona pólitísk inngrip, við og við, bút fyrir bút, eftir því hvernig vindarnir blása hverju sinni.“ Undirskriftasöfnun meðal þeirra sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur gengið vonum framar. Að sögn Dags rennur athugasemdafresturinn út 20. september og þá má búast við því að borgaryfirvöld taki afstöðu til þeirra, sem og annarra athugasemda.En, flugvöllurinn er að fara? Er það ekki öruggt? „Aðalskipulagið hefur gert ráð fyrir því í tíu ár að hann fari í áföngum."Og eftir því er unnið? „Tillagan felur það í sér og við erum út af fyrir sig orðin langeyg eftir því að fá viðbrögð við þeirri stefnumörkun. Því hún er í raun ekkert að breytast í aðalskipulaginu sem nú er gerð tillaga um miðað við það sem samþykkt var 2001."
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira