Obama gerði grín að skóm Sigmundar Kristján Hjálmarsson skrifar 6. september 2013 10:21 Sigmundur Davíð með hinum leiðtogunum. „Maður er búinn að fylgjast vel með Obama í allmörg ár svo það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. Í viðtalinu fór forsætisráðherra yfir fundinn sem hann átti með leiðtogum hinna Norðurlandanna og Barack Obama Bandaríkjaforseta. Þar var meðal annars rætt um Norðurslóðamál og ástandið í Sýrlandi. „Hann er mjög viðkunnanlegur eins og hann kemur fyrir í fjölmiðlum. Hann setur mál sitt fram á mjög skipulegan hátt sem gerir það að verkum að það er mjög skemmtilegt að ræða við hann. Hann setur hlutina fram markvisst, skipulega og rökstyður það sem hann ætlar að segja. Það var mjög gaman að ræða við hann.“ Sigmundur Davíð var spurður út í það hvernig væri að vera kominn í þennan hóp og hafa átt fund með Bandaríkjaforseta. „Það er auðvitað svolítið sérstakt og gagnlegt. Þetta var nokkuð afslappað held ég að megi segi þó menn hafi inn á milli verið að ræða alvarleg málefni. Allt er þetta viðkunnanlegt fólk og er að reyna að gera sitt besta fyrir sín lönd og umheiminn. Það er mjög gott og skemmtilegt að fá tækifræi til að velta því fyrir sér hvað er hægt að gera til að bæta lífið í okkar löndum og eins annarsstaðarm,“ sagði Sigmundur Davíð. Þáttastjórnendur gátu ekki látið það vera að spyrja forsætisráðherra út í skóna sem hann var í á fundinum en eins og fram hefur komið var hann í spariskóm á öðrum fæti en gömlum íþróttaskóm á hinum. „Í fyrsta lagi vil ég láta þess getið að þetta er ágætis leið til að brjóta ísinn á svona fundum. Það spunnust nokkrar umræður um þetta og fólki var nokkuð skemmt. Obama grínaðist með þetta og hinir líka,“ sagði Sigmundur Davíð sem útskýrði hvernig þetta væri til komið. „Þetta er tilkomið vegna þess að ég fékk einhverja furðulega sýkingu í fótinn sem hefur verið að ágerast og kvöldið fyrir fundinn var ég kominn með hita og fóturinn hélt áfram að blása út. Það var því ekki um annað að ræða en að fara á spítala daginn eftir. Öryggisverðrnir brunuðu með mig á sjúkrahúsið þar sem ég var skoðaður og rannsakaður í bak og fyrir. Svo var fóturinn vafinn og ómögulegt að koma honum í spariskóinn. Það var ekki um annað að ræða en að draga upp gamla strigaskóinn.“ Þáttastjórnandi Reykjavík síðdegis spurði hvort ekki hefði verið heppilegra að fara í hinn strigaskóinn líka. „Þá hefði þetta litið út eins og maður væri kærulaus að mæta í strigaskónum að mæta á svona fínan fund. Þá fyrst hefði maður fengið skammir,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta var byrjað áður en ég fór út. Ég átti frekar von á að þetta myndi lagast en það gerðist ekki í tæka tíð. Það þurfti að redda þessu svona. Ég fékk meira að segja hækjur á sjúkrahúsinu en ég sleppti þeim nú.“ Norrænir fjölmiðlar hafa sýnt stóra skómálinu nokkurn áhuga og fjallaði sænska Aftonbladet meðal annars um málið. Viðtalið við Sigmund Davíð má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Maður er búinn að fylgjast vel með Obama í allmörg ár svo það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. Í viðtalinu fór forsætisráðherra yfir fundinn sem hann átti með leiðtogum hinna Norðurlandanna og Barack Obama Bandaríkjaforseta. Þar var meðal annars rætt um Norðurslóðamál og ástandið í Sýrlandi. „Hann er mjög viðkunnanlegur eins og hann kemur fyrir í fjölmiðlum. Hann setur mál sitt fram á mjög skipulegan hátt sem gerir það að verkum að það er mjög skemmtilegt að ræða við hann. Hann setur hlutina fram markvisst, skipulega og rökstyður það sem hann ætlar að segja. Það var mjög gaman að ræða við hann.“ Sigmundur Davíð var spurður út í það hvernig væri að vera kominn í þennan hóp og hafa átt fund með Bandaríkjaforseta. „Það er auðvitað svolítið sérstakt og gagnlegt. Þetta var nokkuð afslappað held ég að megi segi þó menn hafi inn á milli verið að ræða alvarleg málefni. Allt er þetta viðkunnanlegt fólk og er að reyna að gera sitt besta fyrir sín lönd og umheiminn. Það er mjög gott og skemmtilegt að fá tækifræi til að velta því fyrir sér hvað er hægt að gera til að bæta lífið í okkar löndum og eins annarsstaðarm,“ sagði Sigmundur Davíð. Þáttastjórnendur gátu ekki látið það vera að spyrja forsætisráðherra út í skóna sem hann var í á fundinum en eins og fram hefur komið var hann í spariskóm á öðrum fæti en gömlum íþróttaskóm á hinum. „Í fyrsta lagi vil ég láta þess getið að þetta er ágætis leið til að brjóta ísinn á svona fundum. Það spunnust nokkrar umræður um þetta og fólki var nokkuð skemmt. Obama grínaðist með þetta og hinir líka,“ sagði Sigmundur Davíð sem útskýrði hvernig þetta væri til komið. „Þetta er tilkomið vegna þess að ég fékk einhverja furðulega sýkingu í fótinn sem hefur verið að ágerast og kvöldið fyrir fundinn var ég kominn með hita og fóturinn hélt áfram að blása út. Það var því ekki um annað að ræða en að fara á spítala daginn eftir. Öryggisverðrnir brunuðu með mig á sjúkrahúsið þar sem ég var skoðaður og rannsakaður í bak og fyrir. Svo var fóturinn vafinn og ómögulegt að koma honum í spariskóinn. Það var ekki um annað að ræða en að draga upp gamla strigaskóinn.“ Þáttastjórnandi Reykjavík síðdegis spurði hvort ekki hefði verið heppilegra að fara í hinn strigaskóinn líka. „Þá hefði þetta litið út eins og maður væri kærulaus að mæta í strigaskónum að mæta á svona fínan fund. Þá fyrst hefði maður fengið skammir,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta var byrjað áður en ég fór út. Ég átti frekar von á að þetta myndi lagast en það gerðist ekki í tæka tíð. Það þurfti að redda þessu svona. Ég fékk meira að segja hækjur á sjúkrahúsinu en ég sleppti þeim nú.“ Norrænir fjölmiðlar hafa sýnt stóra skómálinu nokkurn áhuga og fjallaði sænska Aftonbladet meðal annars um málið. Viðtalið við Sigmund Davíð má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira