Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Kristján Már Unnarsson skrifar 5. september 2013 19:38 Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. Þetta mat var birt á ráðstefnu í Reykjavík í dag og miðað við það, gæti verðmæti olíulindanna numið áttatíu þúsund milljörðum króna, eða fjárlögum Íslands í 140 ár. „Er íslenskt olíuævintýri í uppsiglingu?" var yfirskrift fundarins en þar kynnti Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons, nýtt mat sem sérfræðingar félagsins í Noregi hafa unnið undir forystu Terje Hagevangs um líklega stærð olíulinda á íslenska Drekasvæðinu, en þeir höfðu til hliðsjónar mat Olíustofnunar Noregs á norska hluta Jan Mayen-svæðisins. „Matið er 6 milljarðar olíufata á íslenska hlutanum og þegar norski hlutinn bætist við þá gerir það alls 10 milljarðar fata," segir Terje Hagevang í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en hann stýrir nú starfsstöð Eykons í Noregi. Sex milljarðar olíutunna á íslenska hlutanum eru áttatíu þúsund milljarða króna virði, miðað við núverandi olíuverð, eða 140 sinnum fjárlög íslenska ríkisins. Og sérfræðingarnir telja þetta varlegt mat, það gæti tvöfaldast við nánari rannsóknir. „Ég tel að það geti tvöfaldast. Og jafnvel meira en tvöfaldast," segir Hagevang. Gunnlaugur skýrði jafnframt frá því að Eykons-menn áliti að á Drekanum leynist svokallaðir elefantar, eða fílar, hugtak sem olíugeirinn norski notar um risaolíulindir. Spurður um hvort hann telji að þarna leynist „elifantar" svarar Terje Hagevang: „Já, ég trúi því vegna þess að þarna eru risastórir blettir sem þegar hafa verið kortlagðir. Við vitum að það er olía á þessu svæði því hún hefur komið fram í sýnum frá sjávarbotninum. Botnsýnin benda til þess að olía sé þar undir."Olíulindir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins eru áætlaðar 6 milljarðar olíufata en Noregsmegin 4 milljarðar olíufata.Forstjóri verkfræðistofunnar Mannvits, Eyjólfur Árni Rafnsson, birti áætlun um hvernig umsvifin í olíuleitinni gætu vaxið á næstu árum. Hann segir fjárfestingarnar geta farið úr einhverjum tugum milljóna á næsta og þarnæsta ári upp í 40-50 milljarða króna á ári eftir sjö til tíu ár. „Þá sé hugsanlegt að við séum komin á það stig að við höfum fullvissu fyrir því að það sé olía á svæðinu, - eða ekki. Það getur líka gerst," sagði Eyjólfur Árni. Tengdar fréttir Gróðavon mikil á ónumdu svæði Drekasvæðið er í flokki áhættusömustu leitarsvæða í olíuvinnslu. Sterkar vísbendingar eru þó um að þar sé olíu að finna. Forstjóri Mannvits varar við gullæði. Enn á eftir að sannreyna að olía finnist. Fjárfesting á svæðinu gæti þó hlaupið á milljarðatugum 6. september 2013 06:00 Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45 Eykon sækir um leitarleyfi í Noregi Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló. 19. ágúst 2013 18:54 Eykon kynnir olíufélög í þriðja leyfið á Drekasvæðinu Þriðja olíuleitarleyfið á Drekasvæðinu er komið í formlegt ferli hjá Orkustofnun eftir að Eykon Energy tilkynnti að það væri komið með viljayfirlýsingu frá erlendum olíufélögum um samstarf. Þegar fyrstu sérleyfunum til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu var úthlutað í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins fengu bara tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriða umsóknin, frá Eykon, fór í bið þar til fyrirtækinu hefði tekist að afla sér samstarfsaðila með nægjanlega sérþekkingu, reynslu og bolmagn til að annast olíuleit og var frestur veittur til 1.maí. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að Eykon hafi tilkynnt Orkustofnun að félagið sé komið með viljayfirlýsingu frá hugsanlegum samstarfsaðilum, sem gætu uppfyllt skilyrðin. "Það þýðir að við munum nú setja þetta mál í ferli," segir Guðni. Að félaginu Eykon Energy ehf. standa meðal annarra Heiðar Már Guðjónsson, Gunnlaugur Jónsson og Norðmaðurinn Terje Hagevang. Nöfn samstarfsaðila Eykons eru ekki gefin upp að sinni en orkumálastjóri segist sjá augljósa möguleika á að þeir hafi styrk til að uppfylla öll skilyrði. Hann kveðst ekki vilja svara því hvort þetta séu stór og þekkt fyrirtæki í olíugeiranum. "En auðvitað eru þetta fyrirtæki sem við teljum líkleg til að uppfylla skilyrðin." Hann segir þetta sýna að Drekasvæðið sé komið á kortið í olíuheiminum, það sé áhugi á svæðinu til framtíðar. Miðað við fyrri reynslu segir orkumálastjóri að liðið geti tíu mánuðir þar til þriðja leyfið verði gefið út. Gefa þurfi noðrmönnum tækifæri til að koma inn í leyfið með sama hætti og þeir gerðu þegar norska ríkisolíufélagið Petoro kom inn í hin leyfin. "Þannig að það er töluvert ferli framundan áður en þetta er allt klárt," segir Guðni. 30. apríl 2013 19:07 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. Þetta mat var birt á ráðstefnu í Reykjavík í dag og miðað við það, gæti verðmæti olíulindanna numið áttatíu þúsund milljörðum króna, eða fjárlögum Íslands í 140 ár. „Er íslenskt olíuævintýri í uppsiglingu?" var yfirskrift fundarins en þar kynnti Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons, nýtt mat sem sérfræðingar félagsins í Noregi hafa unnið undir forystu Terje Hagevangs um líklega stærð olíulinda á íslenska Drekasvæðinu, en þeir höfðu til hliðsjónar mat Olíustofnunar Noregs á norska hluta Jan Mayen-svæðisins. „Matið er 6 milljarðar olíufata á íslenska hlutanum og þegar norski hlutinn bætist við þá gerir það alls 10 milljarðar fata," segir Terje Hagevang í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en hann stýrir nú starfsstöð Eykons í Noregi. Sex milljarðar olíutunna á íslenska hlutanum eru áttatíu þúsund milljarða króna virði, miðað við núverandi olíuverð, eða 140 sinnum fjárlög íslenska ríkisins. Og sérfræðingarnir telja þetta varlegt mat, það gæti tvöfaldast við nánari rannsóknir. „Ég tel að það geti tvöfaldast. Og jafnvel meira en tvöfaldast," segir Hagevang. Gunnlaugur skýrði jafnframt frá því að Eykons-menn áliti að á Drekanum leynist svokallaðir elefantar, eða fílar, hugtak sem olíugeirinn norski notar um risaolíulindir. Spurður um hvort hann telji að þarna leynist „elifantar" svarar Terje Hagevang: „Já, ég trúi því vegna þess að þarna eru risastórir blettir sem þegar hafa verið kortlagðir. Við vitum að það er olía á þessu svæði því hún hefur komið fram í sýnum frá sjávarbotninum. Botnsýnin benda til þess að olía sé þar undir."Olíulindir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins eru áætlaðar 6 milljarðar olíufata en Noregsmegin 4 milljarðar olíufata.Forstjóri verkfræðistofunnar Mannvits, Eyjólfur Árni Rafnsson, birti áætlun um hvernig umsvifin í olíuleitinni gætu vaxið á næstu árum. Hann segir fjárfestingarnar geta farið úr einhverjum tugum milljóna á næsta og þarnæsta ári upp í 40-50 milljarða króna á ári eftir sjö til tíu ár. „Þá sé hugsanlegt að við séum komin á það stig að við höfum fullvissu fyrir því að það sé olía á svæðinu, - eða ekki. Það getur líka gerst," sagði Eyjólfur Árni.
Tengdar fréttir Gróðavon mikil á ónumdu svæði Drekasvæðið er í flokki áhættusömustu leitarsvæða í olíuvinnslu. Sterkar vísbendingar eru þó um að þar sé olíu að finna. Forstjóri Mannvits varar við gullæði. Enn á eftir að sannreyna að olía finnist. Fjárfesting á svæðinu gæti þó hlaupið á milljarðatugum 6. september 2013 06:00 Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45 Eykon sækir um leitarleyfi í Noregi Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló. 19. ágúst 2013 18:54 Eykon kynnir olíufélög í þriðja leyfið á Drekasvæðinu Þriðja olíuleitarleyfið á Drekasvæðinu er komið í formlegt ferli hjá Orkustofnun eftir að Eykon Energy tilkynnti að það væri komið með viljayfirlýsingu frá erlendum olíufélögum um samstarf. Þegar fyrstu sérleyfunum til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu var úthlutað í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins fengu bara tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriða umsóknin, frá Eykon, fór í bið þar til fyrirtækinu hefði tekist að afla sér samstarfsaðila með nægjanlega sérþekkingu, reynslu og bolmagn til að annast olíuleit og var frestur veittur til 1.maí. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að Eykon hafi tilkynnt Orkustofnun að félagið sé komið með viljayfirlýsingu frá hugsanlegum samstarfsaðilum, sem gætu uppfyllt skilyrðin. "Það þýðir að við munum nú setja þetta mál í ferli," segir Guðni. Að félaginu Eykon Energy ehf. standa meðal annarra Heiðar Már Guðjónsson, Gunnlaugur Jónsson og Norðmaðurinn Terje Hagevang. Nöfn samstarfsaðila Eykons eru ekki gefin upp að sinni en orkumálastjóri segist sjá augljósa möguleika á að þeir hafi styrk til að uppfylla öll skilyrði. Hann kveðst ekki vilja svara því hvort þetta séu stór og þekkt fyrirtæki í olíugeiranum. "En auðvitað eru þetta fyrirtæki sem við teljum líkleg til að uppfylla skilyrðin." Hann segir þetta sýna að Drekasvæðið sé komið á kortið í olíuheiminum, það sé áhugi á svæðinu til framtíðar. Miðað við fyrri reynslu segir orkumálastjóri að liðið geti tíu mánuðir þar til þriðja leyfið verði gefið út. Gefa þurfi noðrmönnum tækifæri til að koma inn í leyfið með sama hætti og þeir gerðu þegar norska ríkisolíufélagið Petoro kom inn í hin leyfin. "Þannig að það er töluvert ferli framundan áður en þetta er allt klárt," segir Guðni. 30. apríl 2013 19:07 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Gróðavon mikil á ónumdu svæði Drekasvæðið er í flokki áhættusömustu leitarsvæða í olíuvinnslu. Sterkar vísbendingar eru þó um að þar sé olíu að finna. Forstjóri Mannvits varar við gullæði. Enn á eftir að sannreyna að olía finnist. Fjárfesting á svæðinu gæti þó hlaupið á milljarðatugum 6. september 2013 06:00
Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45
Eykon sækir um leitarleyfi í Noregi Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló. 19. ágúst 2013 18:54
Eykon kynnir olíufélög í þriðja leyfið á Drekasvæðinu Þriðja olíuleitarleyfið á Drekasvæðinu er komið í formlegt ferli hjá Orkustofnun eftir að Eykon Energy tilkynnti að það væri komið með viljayfirlýsingu frá erlendum olíufélögum um samstarf. Þegar fyrstu sérleyfunum til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu var úthlutað í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins fengu bara tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriða umsóknin, frá Eykon, fór í bið þar til fyrirtækinu hefði tekist að afla sér samstarfsaðila með nægjanlega sérþekkingu, reynslu og bolmagn til að annast olíuleit og var frestur veittur til 1.maí. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að Eykon hafi tilkynnt Orkustofnun að félagið sé komið með viljayfirlýsingu frá hugsanlegum samstarfsaðilum, sem gætu uppfyllt skilyrðin. "Það þýðir að við munum nú setja þetta mál í ferli," segir Guðni. Að félaginu Eykon Energy ehf. standa meðal annarra Heiðar Már Guðjónsson, Gunnlaugur Jónsson og Norðmaðurinn Terje Hagevang. Nöfn samstarfsaðila Eykons eru ekki gefin upp að sinni en orkumálastjóri segist sjá augljósa möguleika á að þeir hafi styrk til að uppfylla öll skilyrði. Hann kveðst ekki vilja svara því hvort þetta séu stór og þekkt fyrirtæki í olíugeiranum. "En auðvitað eru þetta fyrirtæki sem við teljum líkleg til að uppfylla skilyrðin." Hann segir þetta sýna að Drekasvæðið sé komið á kortið í olíuheiminum, það sé áhugi á svæðinu til framtíðar. Miðað við fyrri reynslu segir orkumálastjóri að liðið geti tíu mánuðir þar til þriðja leyfið verði gefið út. Gefa þurfi noðrmönnum tækifæri til að koma inn í leyfið með sama hætti og þeir gerðu þegar norska ríkisolíufélagið Petoro kom inn í hin leyfin. "Þannig að það er töluvert ferli framundan áður en þetta er allt klárt," segir Guðni. 30. apríl 2013 19:07
Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00