Juan Mata, 25 ára miðjumaður Chelsea, gæti verið á förum frá félaginu en enskir, franskir og spænskir fjölmiðlar hafa verið að hlera ýmislegt um Spánverjann á síðustu klukkutímum.
Franska blaðið L'Equipe segir meðal annars frá því að Paris St-Germain ætli að reyna að krækja í leikmanninn og útvarpsstöð spænska stórblaðsins Marca hefur heimildir fyrir því að Chelsea hafi hafnað 30 milljón punda tilboði í Mata.
Það er margt sem bendir til þess að Mata sé frekar á leiðinni til PSG en til Liverpool. Liverpool er þegar búið að fá Victor Moses frá Chelsea og PSG virðist búið að missa af Mesut Özil til Arsenal
Juan Mata var í stóru hlutverki hjá Chelsea undanfarin tvö tímabil (18 mörk og 33 stoðsendingar í 69 leikjum í ensku úrvalsdeildinni) en Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea í dag, hefur lítið getað notað hann til þessa á tímabilinu. Mata vill því örugglega komast þangað þar sem hann fær að spila sama hlutverk og "áður fyrr" hjá Chelsea.
Juan Mata orðaður við bæði Liverpool og PSG
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn