Sport

Furðulegt mót en brons niðurstaðan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslenski hópurinn.
Íslenski hópurinn. Mynd/Kraft.is
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Ármanni og Viktor Ben úr Breiðabliki unnu bronsverðlaun á HM ungmenna í kraftlyftingum um helgina.

Viktor Ben varð í þriðja sæti í drengjaflokki í +120 kg flokki og vann einnig til verðlauna í öllum einstökum greinum.

Júlían Jóhann bætti þrjú Íslandsmet og bætti sig um 25 kg í samanlögðu þar sem hann hafnaði í sjötta sæti. Hann segir gengið í Texas hafa verið öðruvísi en hann ætlaði sér.

„Brons medalía í réttstöðulyftu og 25kg bæting var góð sárabót fyrir annars furðulegt mót þar sem ég fékk aðeins 4 gildar lyftur af 9,“ skrifar Júlían Jóhann á Fésbókarsíðu sína.

Uppskera íslenska hópsins var bronsverðlaun í samanlögðu, tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun í einstökum greinum, eitt drengjamet, sjö unglingamet og tvö Íslandsmet í opnum flokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×