Sport

Þau keppa á sögulegu HM í Antwerpen

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Norma Dögg, Agnes og Tinna eru klárar í slaginn.
Norma Dögg, Agnes og Tinna eru klárar í slaginn. Mynd/Fimleikasamband Íslands.
Fimleikasamband Íslands valdi á dögunum fulltrúa landsins á HM í áhaldafimleikum sem fram fer í Antwerpen í Belgíu 30. september - 6. október.

Úrtökumót fór fram á dögunum hér á landi en keppt verður í fjölþraut og í úrslitum á áhöldum.

Agnes Suto, Norma Dögg Róbertsdóttir og Tinna Óðinsdóttir, allar úr Gerplu, keppa í kvennaflokki. Liðsfélagi þeirra, Ólafur Garðar Gunnarssonar, keppir í karlaflokki ásamt Jóni Sigurði Gunnarssyni úr Ármanni.

Þjálfarar í ferðinni verða Guðmundur Þór Brynjólfsson hjá konunum og Guillermo Alvarez hjá körlunum. Berglind Pétursdóttir og Anton Þórólfsson dæma á mótinu.

Fyrsta heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum fór fram í Antwerpen árið 1903 eða fyrir 110 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×