Fjárfesta fyrir 2,1 milljarð Svavar Hávarðsson skrifar 20. september 2013 07:00 Boðið verður upp á veitingar og leiðsögn þegar komið er inn í ísgöngin. Ferðin að jöklinum verður einnig mikil upplifun fyrir ferðamennina. Mynd/Skarphéðin Þráinsson Nýr framtakssjóður á vegum Landsbréfa hefur fjárfest í tveimur stórum verkefnum í ferðaþjónustu; hestamiðstöð í Ölfusi og ísgöngum í Langjökli. Þetta eru fyrstu verkefnin sem sjóðurinn, sem ber nafnið Icelandic Tourism Fund (ITF I), fjárfestir í. Hluthafar eru Icelandair Group, Landsbankinn og nokkrir lífeyrissjóðir. Helgi Júlíusson sjóðsstjóri segir að sjóðurinn hafi verið stofnaður á vordögum og hafi það að markmiði að auka fjölbreytileika og styrkja ferðaþjónustu á Íslandi. Sjóðurinn mun fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og verður megináherslan á heilsársverkefni, þar sem slík verkefni stuðla að betri nýtingu á innviðum ferðaþjónustunnar yfir vetrartímann. Áhersla er lögð á færri en stærri verkefni en hámarksstærð einstakrar fjárfestingar nemur 20 prósentum af áskriftarloforðum sjóðsins. Aðstandendur sjóðsins sjá fyrir sér að fjárfesta í fimm til tíu verkefnum, en fjárfestingargetan er 2,1 milljarður króna. Frá stofnun hefur tíminn verið nýttur til að skoða fjárfestingartækifæri, að sögn Helga. „Þegar hefur verið tekin ákvörðun um fjárfestingu í tveimur verkefnum, en fjölmörg önnur áhugaverð verkefni eru til skoðunar, þó að vinna við þau sé mislangt á veg komin. Bæði kemur til greina að koma að verkefnum sem enn eru á hugmyndastigi og fjárfesta í minni fyrirtækjum sem við teljum hafa burði til að vaxa og dafna.“ Spurður hvort sjóðurinn sé nýmæli í fjárfestingum í ferðaþjónustunni segir Helgi það ekki fjarri lagi. „Ég held að þetta sé eini sjóðurinn sem gefur sig út fyrir að fjárfesta í ferðaþjónustunni eingöngu. Á sama tíma er umtalað að það vanti fjárfestingu í ferðaþjónustu til að mæta þeim aukna fjölda ferðamanna sem hingað kemur. Það er því nokkuð sérstakt að fleiri séu ekki að einbeita sér að fjárfestingu sem þessari,“ segir Helgi og tekur fram að vissulega séu margir að fjárfesta í hótelbyggingum, bílaleigum og fleiru. „En það er annað og fellur ekki undir fjárfestingarstefnu sjóðsins.“Ísgöng í Langjökli Mikill áhugi er á jöklum meðal erlendra ferðamanna og sem dæmi um það fara árlega allt að átta þúsund ferðamenn á Langjökul með ferðaþjónustufyrirtækjum sem þar eru með starfsemi. Ísgöngum í Langjökli er ætlað að bjóða ferðamönnum upp á upplifun á heimsmælikvarða þar sem hægt er að skoða jökulinn að innan og hin einstöku litbrigði sem þar má sjá auk þess sem gestir verða fræddir um myndun jökla, möguleg áhrif af hlýnun jarðar og fleira. Ferðamenn munu fara á jökulinn á sérútbúnum farartækjum að mynni ganganna og geta síðan gengið inn í jökulinn sjálfan. Göngin munu geta tekið við allt að 400 gestum á dag. Áætlanir gera ráð fyrir rúmlega 27 þúsund gestum á ári. Verkfræðistofan Efla hefur unnið að hönnun ganganna en framkvæmdir hefjast síðar á árinu.Sýningarnar byggja að hluta á sýningum sem gengið hafa undir heitinu „Knights of Iceland“ eða „Reiðmenn Íslands“.Mynd/ITFHestamiðstöð í Ölfusi Starfsemi hestamiðstöðvarinnar verður á Ingólfshvoli í Ölfusi og byggir á hestasýningum sem höfða munu til allrar fjölskyldunnar, en auk þess verður á staðnum starfrækt veitingaþjónusta og verslun. Ráðgert er að starfsemi hefjist í desember 2013. Gert er ráð fyrir að jafnaði einni hestasýningu á dag þar sem byggt er á sérstöðu og hæfileikum íslenska hestsins, hlutverki íslenska hestsins í sögu byggðar og lögð áhersla skemmtanagildi. Guðmar Þór Pétursson mun stýra uppsetningu á sýningunum en hann hefur búið í Bandaríkjunum í átta ár og staðið þar fyrir fjölmörgum sýningum á íslenska hestingum. Í sýningunni munu tíu til ellefu manns taka þátt og rúmlega 20 hestar. Margmiðlun, ljós og hljóð munu skipa stórt hlutverk í sýningunni með áherslu á tengsl hestsins og íslenskrar náttúru. Reyndir framleiðendur, tæknifólk og leikhúsfólk mun hafa aðkomu að uppsetningu sýninganna. Hægt verður að taka á móti allt að 850 gestum á hverja sýningu. Einnig verður rekinn fullkominn veitingastaður og verslun í tengslum við miðstöðina. Áætlanir gera ráð fyrir um 40 þúsund gestum á fyrsta heila rekstrarárinu. Loftslagsmál Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Nýr framtakssjóður á vegum Landsbréfa hefur fjárfest í tveimur stórum verkefnum í ferðaþjónustu; hestamiðstöð í Ölfusi og ísgöngum í Langjökli. Þetta eru fyrstu verkefnin sem sjóðurinn, sem ber nafnið Icelandic Tourism Fund (ITF I), fjárfestir í. Hluthafar eru Icelandair Group, Landsbankinn og nokkrir lífeyrissjóðir. Helgi Júlíusson sjóðsstjóri segir að sjóðurinn hafi verið stofnaður á vordögum og hafi það að markmiði að auka fjölbreytileika og styrkja ferðaþjónustu á Íslandi. Sjóðurinn mun fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og verður megináherslan á heilsársverkefni, þar sem slík verkefni stuðla að betri nýtingu á innviðum ferðaþjónustunnar yfir vetrartímann. Áhersla er lögð á færri en stærri verkefni en hámarksstærð einstakrar fjárfestingar nemur 20 prósentum af áskriftarloforðum sjóðsins. Aðstandendur sjóðsins sjá fyrir sér að fjárfesta í fimm til tíu verkefnum, en fjárfestingargetan er 2,1 milljarður króna. Frá stofnun hefur tíminn verið nýttur til að skoða fjárfestingartækifæri, að sögn Helga. „Þegar hefur verið tekin ákvörðun um fjárfestingu í tveimur verkefnum, en fjölmörg önnur áhugaverð verkefni eru til skoðunar, þó að vinna við þau sé mislangt á veg komin. Bæði kemur til greina að koma að verkefnum sem enn eru á hugmyndastigi og fjárfesta í minni fyrirtækjum sem við teljum hafa burði til að vaxa og dafna.“ Spurður hvort sjóðurinn sé nýmæli í fjárfestingum í ferðaþjónustunni segir Helgi það ekki fjarri lagi. „Ég held að þetta sé eini sjóðurinn sem gefur sig út fyrir að fjárfesta í ferðaþjónustunni eingöngu. Á sama tíma er umtalað að það vanti fjárfestingu í ferðaþjónustu til að mæta þeim aukna fjölda ferðamanna sem hingað kemur. Það er því nokkuð sérstakt að fleiri séu ekki að einbeita sér að fjárfestingu sem þessari,“ segir Helgi og tekur fram að vissulega séu margir að fjárfesta í hótelbyggingum, bílaleigum og fleiru. „En það er annað og fellur ekki undir fjárfestingarstefnu sjóðsins.“Ísgöng í Langjökli Mikill áhugi er á jöklum meðal erlendra ferðamanna og sem dæmi um það fara árlega allt að átta þúsund ferðamenn á Langjökul með ferðaþjónustufyrirtækjum sem þar eru með starfsemi. Ísgöngum í Langjökli er ætlað að bjóða ferðamönnum upp á upplifun á heimsmælikvarða þar sem hægt er að skoða jökulinn að innan og hin einstöku litbrigði sem þar má sjá auk þess sem gestir verða fræddir um myndun jökla, möguleg áhrif af hlýnun jarðar og fleira. Ferðamenn munu fara á jökulinn á sérútbúnum farartækjum að mynni ganganna og geta síðan gengið inn í jökulinn sjálfan. Göngin munu geta tekið við allt að 400 gestum á dag. Áætlanir gera ráð fyrir rúmlega 27 þúsund gestum á ári. Verkfræðistofan Efla hefur unnið að hönnun ganganna en framkvæmdir hefjast síðar á árinu.Sýningarnar byggja að hluta á sýningum sem gengið hafa undir heitinu „Knights of Iceland“ eða „Reiðmenn Íslands“.Mynd/ITFHestamiðstöð í Ölfusi Starfsemi hestamiðstöðvarinnar verður á Ingólfshvoli í Ölfusi og byggir á hestasýningum sem höfða munu til allrar fjölskyldunnar, en auk þess verður á staðnum starfrækt veitingaþjónusta og verslun. Ráðgert er að starfsemi hefjist í desember 2013. Gert er ráð fyrir að jafnaði einni hestasýningu á dag þar sem byggt er á sérstöðu og hæfileikum íslenska hestsins, hlutverki íslenska hestsins í sögu byggðar og lögð áhersla skemmtanagildi. Guðmar Þór Pétursson mun stýra uppsetningu á sýningunum en hann hefur búið í Bandaríkjunum í átta ár og staðið þar fyrir fjölmörgum sýningum á íslenska hestingum. Í sýningunni munu tíu til ellefu manns taka þátt og rúmlega 20 hestar. Margmiðlun, ljós og hljóð munu skipa stórt hlutverk í sýningunni með áherslu á tengsl hestsins og íslenskrar náttúru. Reyndir framleiðendur, tæknifólk og leikhúsfólk mun hafa aðkomu að uppsetningu sýninganna. Hægt verður að taka á móti allt að 850 gestum á hverja sýningu. Einnig verður rekinn fullkominn veitingastaður og verslun í tengslum við miðstöðina. Áætlanir gera ráð fyrir um 40 þúsund gestum á fyrsta heila rekstrarárinu.
Loftslagsmál Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira