Viðskipti innlent

GTA 5 er dýrasti leikur allra tíma

Boði Logason skrifar
„Þetta er engin smá smíði, það eru yfir þrjú hundruð tölvufræðingar búnir að vinna að þessum leik síðustu fimm árin,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Gamestöðvarinnar. Dýrasti leikur allra tíma, Grand Theft Auto 5, kemur formlega út á morgun.

Það er óhætt að segja að það hafi kostað nokkra þúsund kalla að framleiða leikinn, heildarkostnaðurinn er um 265 milljón dollarar eða 32 milljarðar króna. Hann slæt úr kostnað allra Hollywood-kvikmynda sögunnar, fyrir utan eina; Pirates of The Carribean 3: At World's End

„Það eru margir sem bíða spenntir enda eru framleiðendurnir búnir að forselja fyrir kostnaðinum. Og svo gera þeir ráð fyrir að selja fyrir milljarð punda næstu tólf mánuði,“ segir Ágúst.

Í kvöld verður sérstök kvöldopnun í Gamestöðinni í Kringlunni, anddyrinu fyrir framan verslunina verður breytt í skemmtistað.

„Það verða nokkrir af flottustu sportbílum landsins á svæðinu, auk þess sem BlazRoca og Emmsjé Gauti taka lagið. Partý-ið hefst klukkan 20 og tveimur tímum síðar verður byrjað að afhenda leikinn. Það eru yfir 1000 forpantanir hjá okkur, en það er öllum velkomið að koma,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×