Eykon í hópi 50 umsækjenda um sérleyfi í lögsögu Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 15. september 2013 13:18 Olíuvinnslupallur í lögsögu Noregs. Nú ætla Íslendingar að freista gæfunnar þar. Eykon Energy er í hópi fimmtíu olíufélaga sem sóttu um sérleyfi í nýjasta útboði á olíusvæðum Norðmanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytis Noregs en umsóknarfrestur rann út þann 11. september. Ráðamenn Eykons höfðu áður skýrt frá því að þeir áformuðu að sækja um þrjú svæði í útboðinu. Útboðið náði til svæða í Norðursjó, Noregshafi og Barentshafi, alls um 103 þúsund ferkílómetra, sem skipt var upp í 377 blokkir. Stefnt er að því að sérleyfunum verði úthlutað í ársbyrjun 2014. Eykon er í félagsskap olíurisa eins og ExxonMobil, Statoil, Shell, Chevron, ConocoPhillips og Total en einnig eru mörg smærri félög í hópi umsækjenda, þeirra á meðal færeysku félögin Atlantic Petroleum og Faroe Petroleum. Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs, lýsti á föstudag yfir mikilli ánægju með þennan fjölda umsókna, sem hann sagði endurspegla mikinn áhuga. Eykon sótti um í nafni félags sem skráð er í Noregi, Eykon Energy AS, en starfsemi þess stýrir Norðmaðurinn Terje Hagevang. Vegna umsóknarinnar hefur félagið komið á fót tólf manna starfsstöð í Osló. Helstu eigendur Eykons eru Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður félagsins, Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri, Verkfræðistofan Mannvit og Terje Hagevang. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar tengjast olíuleit í lögsögu annars ríkis. Árið 2006 var Geysir Petroleum aðili að sérleyfum, bæði í lögsögu Danmerkur og Bretlands. Geysir rann síðan inn í Sagex Petroleum, sem síðan rann inn í Valiant Petroleum, sem nú er hluti Ithaca Energy, en það félag er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu íslenska. Tengdar fréttir Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45 Eykon sækir um leitarleyfi í Noregi Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló. 19. ágúst 2013 18:54 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Eykon Energy er í hópi fimmtíu olíufélaga sem sóttu um sérleyfi í nýjasta útboði á olíusvæðum Norðmanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytis Noregs en umsóknarfrestur rann út þann 11. september. Ráðamenn Eykons höfðu áður skýrt frá því að þeir áformuðu að sækja um þrjú svæði í útboðinu. Útboðið náði til svæða í Norðursjó, Noregshafi og Barentshafi, alls um 103 þúsund ferkílómetra, sem skipt var upp í 377 blokkir. Stefnt er að því að sérleyfunum verði úthlutað í ársbyrjun 2014. Eykon er í félagsskap olíurisa eins og ExxonMobil, Statoil, Shell, Chevron, ConocoPhillips og Total en einnig eru mörg smærri félög í hópi umsækjenda, þeirra á meðal færeysku félögin Atlantic Petroleum og Faroe Petroleum. Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs, lýsti á föstudag yfir mikilli ánægju með þennan fjölda umsókna, sem hann sagði endurspegla mikinn áhuga. Eykon sótti um í nafni félags sem skráð er í Noregi, Eykon Energy AS, en starfsemi þess stýrir Norðmaðurinn Terje Hagevang. Vegna umsóknarinnar hefur félagið komið á fót tólf manna starfsstöð í Osló. Helstu eigendur Eykons eru Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður félagsins, Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri, Verkfræðistofan Mannvit og Terje Hagevang. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar tengjast olíuleit í lögsögu annars ríkis. Árið 2006 var Geysir Petroleum aðili að sérleyfum, bæði í lögsögu Danmerkur og Bretlands. Geysir rann síðan inn í Sagex Petroleum, sem síðan rann inn í Valiant Petroleum, sem nú er hluti Ithaca Energy, en það félag er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu íslenska.
Tengdar fréttir Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45 Eykon sækir um leitarleyfi í Noregi Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló. 19. ágúst 2013 18:54 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45
Eykon sækir um leitarleyfi í Noregi Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló. 19. ágúst 2013 18:54