Stelpurnar í Þór/KA voru í miklu stuði í kvöld er þær sóttu bikarmeistara Breiðabliks heim í Kópavoginn.
Norðanstúlkur áttu harma að hefna eftir tapið í bikarúrslitunum og er óhætt að segja að þær hafi gengið hreint til verks.
Þór/KA vann leikinn 1-5 og Blikastúlkur sáu aldrei til sólar í leiknum.
Mörkin má sjá hér að ofan.
