Katrín Jónsdóttir: Verðskuldaður sigur Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. september 2013 21:35 Katrín þakkar fyrir sig eftir leik. mynd/daníel Eftir 19 ára landsliðsferil spilaði Katrín Jónsdóttir að öllum líkindum sinn síðasta landsleik í 2-0 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli í gær. Katrín átti fínan leik í miðri vörninni en náði ekki að koma í veg fyrir tap. „Þetta var mjög svekkjandi tap, við ætluðum okkur mun meira úr leiknum í dag en við töpuðum,“ sagði Katrín eftir leikinn. Katrín var svekkt að ná ekki marki snemma leiks, þess í stað náðu Svisslendingar að skora fyrsta mark leiksins í upphafi leiks. „Við lögðum upp með öflugan varnarleik og ætluðum að ná marki snemma og reyna að pirra þær, þær verða pirraðar ef þær fá á sig mark snemma. Í stað þess skora þær eftir aðeins níu mínútur sem róaði leik þeirra. Við unnum okkur hægt og bítandi inn í leikinn og fórum að vinna bolta sem við unnum ekki í byrjun en svo taka þær aftur yfir leikinn um miðbik seinni hálfleiks,“ Gestirnir pressuðu hátt í leiknum og gekk íslenska liðinu illa að skapa sér færi. Um leið og komið var á síðasta þriðjung vallarins var mikið um slakar sendingar og lítil ógn. „Við vissum að þær myndu pressa framarlega en við reyndum að breyta skipulaginu þegar leið á leikinn. Við vorum að missa boltann á hættulegum stöðum þannig við reyndum að spila lengri bolta. Það gekk vel í smástund en svo náðu þær aftur yfirhöndinni og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Þær voru betri í dag, það verður bara að segjast,“ Katrín var þó ekki alveg tilbúin að kvitta undir að þetta væri hennar síðasti leikur, hún útilokaði ekki möguleikann á að spila ef mikil meiðslavandræði kæmu upp. „Auðvitað vill maður hjálpa liðinu ef upp koma meiðsli, það eru hinsvegar gríðarlega efnilegir leikmenn að koma upp, þar á meðal miðverðir. Ég þori ekki að segja neitt, það eru margir góðir leikmenn í íslensku deildinni sem eru að koma upp og geta vonandi axlað meiri ábyrgð,“ sagði Katrín að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Eftir 19 ára landsliðsferil spilaði Katrín Jónsdóttir að öllum líkindum sinn síðasta landsleik í 2-0 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli í gær. Katrín átti fínan leik í miðri vörninni en náði ekki að koma í veg fyrir tap. „Þetta var mjög svekkjandi tap, við ætluðum okkur mun meira úr leiknum í dag en við töpuðum,“ sagði Katrín eftir leikinn. Katrín var svekkt að ná ekki marki snemma leiks, þess í stað náðu Svisslendingar að skora fyrsta mark leiksins í upphafi leiks. „Við lögðum upp með öflugan varnarleik og ætluðum að ná marki snemma og reyna að pirra þær, þær verða pirraðar ef þær fá á sig mark snemma. Í stað þess skora þær eftir aðeins níu mínútur sem róaði leik þeirra. Við unnum okkur hægt og bítandi inn í leikinn og fórum að vinna bolta sem við unnum ekki í byrjun en svo taka þær aftur yfir leikinn um miðbik seinni hálfleiks,“ Gestirnir pressuðu hátt í leiknum og gekk íslenska liðinu illa að skapa sér færi. Um leið og komið var á síðasta þriðjung vallarins var mikið um slakar sendingar og lítil ógn. „Við vissum að þær myndu pressa framarlega en við reyndum að breyta skipulaginu þegar leið á leikinn. Við vorum að missa boltann á hættulegum stöðum þannig við reyndum að spila lengri bolta. Það gekk vel í smástund en svo náðu þær aftur yfirhöndinni og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Þær voru betri í dag, það verður bara að segjast,“ Katrín var þó ekki alveg tilbúin að kvitta undir að þetta væri hennar síðasti leikur, hún útilokaði ekki möguleikann á að spila ef mikil meiðslavandræði kæmu upp. „Auðvitað vill maður hjálpa liðinu ef upp koma meiðsli, það eru hinsvegar gríðarlega efnilegir leikmenn að koma upp, þar á meðal miðverðir. Ég þori ekki að segja neitt, það eru margir góðir leikmenn í íslensku deildinni sem eru að koma upp og geta vonandi axlað meiri ábyrgð,“ sagði Katrín að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira