Margrét Lára: Þær voru miklu betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 21:30 Margrét Lára tekur sprettinn í kvöld. mynd/daníel Margrét Lára Viðarsdóttir fékk úr litlu að moða í 0-2 tapi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á móti Sviss í undankeppni HM 2015 í kvöld. Íslenska liðið átti lengstum í miklum vandræðum og gat þakkað fyrir að tapa ekki stærra. „Mér fannst við fínar fyrstu tuttugu mínúturnar og við hefðum getað sett á þær mark því við fengum áægtis færi til þess. Við nýttum þau ekki og þær komast bara inn í leikinn. Þær eru snarpari, sterkari og ákveðnari en við í öllum aðgerðum. Við erum bara eftirá og þegar þú ert að mæta svona heimsklassaleikmönnum sem eru svona agressívar og með svona boltameðferð þá þýðir ekkert að koma einni mínútu of seint því þá ertu bara tekin í bakaríið. Það má eiginlega segja að það hafi gerst í dag," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn. Hápressa svissneska liðsins fór afar illa með allt spil íslenska liðsins í leiknum og framherjarnir fengu lítið að vera með. „Við komumst aldrei í gegnum þeirra fyrstu pressu því við töpuðum alltaf boltanum áður en við komust inn á þeirra vallarþriðjung. Þetta var bara erfitt og við vorum bara undir í öllu í dag. Þær voru miklu betri og áttu sigurinn skilinn. Þær minna mig svolítið á Frakkland á sínum tíma þegar þær voru að koma upp. Þetta er lið sem á eftir að ná rosalega langt," sagði Margrét Lára. Þetta er samt bara fyrsti leikur af tíu í þessari undankeppni og ef Sviss spilar áfram eins og í fyrstu tveimur leikjum sínum verður þetta jafnvel bara keppni á milli Íslands og Danmerkur um annað sætið. „Það er nóg eftir ennþá og ég held að þetta verði rosalega opinn riðill. Við erum þarna þrjú lið sem geta hirt stig af hvoru öðru og þetta er ekki búið. Þetta er bara rétt að byrja en þetta tap þýðir að við erum búnar að misstíga okkur einu sinni og erum komnar upp við vegg. Við verðum að klára rest," segir Matrgrét Lára. Íslenska liðið spilaði þarna sinn fyrsta leik undir stjórn Freys Alexanderssonar og hann var aðeins hliðra til í leikstöðum leikmanna. „Við eigum mikið inni og það má ekki gleyma því að það eru að koma nýjar áherslur. Hlutirnir eru að breytast og það mun eðlilega taka tíma. Við þurfum bara að sýna þolinmæði en það voru ákveðin atriði í okkar leik sem við hefðum getað gert miklu betur. Það eru atriði sem snúa ekki að taktík eða öðru slíku. Mér fannst við hefðum getað barist betur, verið nærri þeim og spilað betur á okkar styrkleikum. Við getum betur," sagði Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir fékk úr litlu að moða í 0-2 tapi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á móti Sviss í undankeppni HM 2015 í kvöld. Íslenska liðið átti lengstum í miklum vandræðum og gat þakkað fyrir að tapa ekki stærra. „Mér fannst við fínar fyrstu tuttugu mínúturnar og við hefðum getað sett á þær mark því við fengum áægtis færi til þess. Við nýttum þau ekki og þær komast bara inn í leikinn. Þær eru snarpari, sterkari og ákveðnari en við í öllum aðgerðum. Við erum bara eftirá og þegar þú ert að mæta svona heimsklassaleikmönnum sem eru svona agressívar og með svona boltameðferð þá þýðir ekkert að koma einni mínútu of seint því þá ertu bara tekin í bakaríið. Það má eiginlega segja að það hafi gerst í dag," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn. Hápressa svissneska liðsins fór afar illa með allt spil íslenska liðsins í leiknum og framherjarnir fengu lítið að vera með. „Við komumst aldrei í gegnum þeirra fyrstu pressu því við töpuðum alltaf boltanum áður en við komust inn á þeirra vallarþriðjung. Þetta var bara erfitt og við vorum bara undir í öllu í dag. Þær voru miklu betri og áttu sigurinn skilinn. Þær minna mig svolítið á Frakkland á sínum tíma þegar þær voru að koma upp. Þetta er lið sem á eftir að ná rosalega langt," sagði Margrét Lára. Þetta er samt bara fyrsti leikur af tíu í þessari undankeppni og ef Sviss spilar áfram eins og í fyrstu tveimur leikjum sínum verður þetta jafnvel bara keppni á milli Íslands og Danmerkur um annað sætið. „Það er nóg eftir ennþá og ég held að þetta verði rosalega opinn riðill. Við erum þarna þrjú lið sem geta hirt stig af hvoru öðru og þetta er ekki búið. Þetta er bara rétt að byrja en þetta tap þýðir að við erum búnar að misstíga okkur einu sinni og erum komnar upp við vegg. Við verðum að klára rest," segir Matrgrét Lára. Íslenska liðið spilaði þarna sinn fyrsta leik undir stjórn Freys Alexanderssonar og hann var aðeins hliðra til í leikstöðum leikmanna. „Við eigum mikið inni og það má ekki gleyma því að það eru að koma nýjar áherslur. Hlutirnir eru að breytast og það mun eðlilega taka tíma. Við þurfum bara að sýna þolinmæði en það voru ákveðin atriði í okkar leik sem við hefðum getað gert miklu betur. Það eru atriði sem snúa ekki að taktík eða öðru slíku. Mér fannst við hefðum getað barist betur, verið nærri þeim og spilað betur á okkar styrkleikum. Við getum betur," sagði Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira