Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Boði Logason skrifar 26. september 2013 17:18 Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. Hjödís Svan hefur átt í miklum deilum við barnsföður sinn um forræði yfir dætrum þeirra og var búin að fara huldu höfði í fimm vikur áður en hún kom til Íslands með þær. Barnsfaðir hennar hefur biðlað til íslenskra stjórnvalda að handataka Hjördísi, þar sem danskur dómstóll hafi nýlega dæmt honum full forræði yfir börnunum. Í blaðinu lýsir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins, hvernig hún ásamt föður Hjördísar og öðrum manni sem hefur lagt málefnum hennar lið á síðustu árum, hafi farið til Danmerkur á nítján manna einkaþotu til að sækja Hjördísi og dætur hennar þrjár. Einkaþotan lenti í 20 stiga hita í litlu sjávarþorpi í Danmörku. „Eftir hálftíma stopp í landi er vélin tilbúin til brottfarar og farþegar þurfa að innrita sig. Það er þetta augnablik sem allt veltur á og það er ekkert plan B," skrifar Þóra. „Okkur er vísað í tollskoðun. Við vitum ekki hvort málið sé úr sögunni. Tollskoðunin tekur heila eilífð, í einhverjum bakpoka eru vatnsflöskur og allur farangurinn er settur aftur í gegnumlýsingu. Einhver er með belti sem pípir í hliðinu. Fleiri tollverðir koma til okkar og vilja vita hver eigi poka með flísatöng. Þeir leita meira. Taugaveiklunin magnast meðal farþeganna. Aftur þarf að setja tösku í gegnum tækið. Loks er öllum vísað inn í fríhöfnina. Enginn bað um vegabréf. Það er ekki laust við að Hjördís andi léttar," skrifar hún. Því næst fór vélin á loft og hélt til Íslands, þar sem lent var á Reykjavíkurflugvelli. Hjördís fer nú huldu höfði hér á landi með dætur sínar og í samtali við Nýtt líf segist hún vilja útskýra fyrir Íslendingum afhverju hún fór þá leið að taka börnin og flýja með þau til Íslands.Hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júlí í fyrra og hér fyrir neðan má sjá frétt TV2 frá því fyrr í vikunni þar sem rætt er við barnsföðurinn. Hjördís Svan Tengdar fréttir „Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Viðtal við föður stúlknanna þriggja, sem móðirin flúði með til Íslands, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. 25. september 2013 15:18 "Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. Hjödís Svan hefur átt í miklum deilum við barnsföður sinn um forræði yfir dætrum þeirra og var búin að fara huldu höfði í fimm vikur áður en hún kom til Íslands með þær. Barnsfaðir hennar hefur biðlað til íslenskra stjórnvalda að handataka Hjördísi, þar sem danskur dómstóll hafi nýlega dæmt honum full forræði yfir börnunum. Í blaðinu lýsir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins, hvernig hún ásamt föður Hjördísar og öðrum manni sem hefur lagt málefnum hennar lið á síðustu árum, hafi farið til Danmerkur á nítján manna einkaþotu til að sækja Hjördísi og dætur hennar þrjár. Einkaþotan lenti í 20 stiga hita í litlu sjávarþorpi í Danmörku. „Eftir hálftíma stopp í landi er vélin tilbúin til brottfarar og farþegar þurfa að innrita sig. Það er þetta augnablik sem allt veltur á og það er ekkert plan B," skrifar Þóra. „Okkur er vísað í tollskoðun. Við vitum ekki hvort málið sé úr sögunni. Tollskoðunin tekur heila eilífð, í einhverjum bakpoka eru vatnsflöskur og allur farangurinn er settur aftur í gegnumlýsingu. Einhver er með belti sem pípir í hliðinu. Fleiri tollverðir koma til okkar og vilja vita hver eigi poka með flísatöng. Þeir leita meira. Taugaveiklunin magnast meðal farþeganna. Aftur þarf að setja tösku í gegnum tækið. Loks er öllum vísað inn í fríhöfnina. Enginn bað um vegabréf. Það er ekki laust við að Hjördís andi léttar," skrifar hún. Því næst fór vélin á loft og hélt til Íslands, þar sem lent var á Reykjavíkurflugvelli. Hjördís fer nú huldu höfði hér á landi með dætur sínar og í samtali við Nýtt líf segist hún vilja útskýra fyrir Íslendingum afhverju hún fór þá leið að taka börnin og flýja með þau til Íslands.Hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júlí í fyrra og hér fyrir neðan má sjá frétt TV2 frá því fyrr í vikunni þar sem rætt er við barnsföðurinn.
Hjördís Svan Tengdar fréttir „Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Viðtal við föður stúlknanna þriggja, sem móðirin flúði með til Íslands, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. 25. september 2013 15:18 "Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
„Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Viðtal við föður stúlknanna þriggja, sem móðirin flúði með til Íslands, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. 25. september 2013 15:18
"Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30