Draumurinn að Harpa standi undir sér Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2013 13:28 Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir reksturinn vera langhlaup. Forstjóri Hörpu segir það ekki liggja fyrir fyrr en eftir þrjú ár hver rekstrargrundvöllur hússins verði en miklu skipti að fasteignagjöld hússins lækki, en þau nema einni milljón króna á dag. Draumurinn sé að Harpa standi undir sér í framtíðinni. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verulega hefur dregið úr tapi á rekstri Hörpu á þessu ári, eða um rúmar 280 milljónir króna. Fasteignagjöld eru rekstrinum þung, en fallist hefur verið á það fyrir dómi að kveða til matsmenn til að endurmeta þau. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu segir ekki liggja fyrir hversu mikið fasteignagjöldin gætu lækkað að loknu nýju mati, ef þau lækki þá nokkuð. „Hvað það verður er mjög erfitt að spá um. En auðvitað getum við sagt, eins og menn þekkja úr fyrri áætlanagerð, að menn höfðu búist við að fasteingagjöldin yrðu jafnvel helmingi lægri,“ segir Halldór. En í dag eru fasteignagjöldin 355 milljónir króna eða um milljón á dag. Ef gjöldin lækkuðu um helming yrðu þau um 180 milljónir króna á ári. En ríki og borg greiða 160 milljónir króna á ári til rekstrarins næstu þrjú árin, eða til ársins 2016. Því má segja að borgin greiði til baka til Hörpu rúmlega einn fimmta af fasteignagjöldunum á ári og ríkið hefur einnig töluverðar virðisaukaskatstekjur af starfsemi í húsinu. Þannig að ef Harpa fengi sitt í gegn með fasteignagjöldin og framlag ríkis og borgar félli niður, þá væri Harpa svipuð stödd og hún er í dag? „Þetta er alveg fullkomlega réttlætanleg og eðlileg spurning. En þarna erum við auðvitað að horfa á að við erum að stefna á það að bæta reksturinn umtalsvert,“ segir Halldór. Og hann hefur nú þegar batnað um 120 milljónir frá síðasta ári. „Við megum ekki gleyma því að þetta er langhlaup og við erum í sjálfu sér bara nýlögð af stað. Húsið hefur verið opið í tvö ár og við teljum að það séu mikil sóknarfæri, t.d. á ráðstefnusviðinu þar sem aukningin er 40 til 50 prósent á þessu ári,“ segir hann. Fleiri sóknarfæri liggi fyrir. Þá muni bygging hótels við Hörpu hjálpa mikið til, sérstaklega varðandi ráðstefnuhald. En miða áætlanir við að það þurfi alltaf að koma til framlög frá ríki og borg? „Við erum ekki með þær áætlanir uppi við núna. Okkar áætlun sem við vinnum eftir nær til 2016 og þetta eru bara of stórir óvissuþættir til að hægt sé að svara þessu almennilega,“ segir Halldór.En er draumurinn að húsið geti staðið undir sér sjálft?„Það er sannarlega draumur og ósk sem við reynum öll að vinna að,“ segir Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu. Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Forstjóri Hörpu segir það ekki liggja fyrir fyrr en eftir þrjú ár hver rekstrargrundvöllur hússins verði en miklu skipti að fasteignagjöld hússins lækki, en þau nema einni milljón króna á dag. Draumurinn sé að Harpa standi undir sér í framtíðinni. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verulega hefur dregið úr tapi á rekstri Hörpu á þessu ári, eða um rúmar 280 milljónir króna. Fasteignagjöld eru rekstrinum þung, en fallist hefur verið á það fyrir dómi að kveða til matsmenn til að endurmeta þau. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu segir ekki liggja fyrir hversu mikið fasteignagjöldin gætu lækkað að loknu nýju mati, ef þau lækki þá nokkuð. „Hvað það verður er mjög erfitt að spá um. En auðvitað getum við sagt, eins og menn þekkja úr fyrri áætlanagerð, að menn höfðu búist við að fasteingagjöldin yrðu jafnvel helmingi lægri,“ segir Halldór. En í dag eru fasteignagjöldin 355 milljónir króna eða um milljón á dag. Ef gjöldin lækkuðu um helming yrðu þau um 180 milljónir króna á ári. En ríki og borg greiða 160 milljónir króna á ári til rekstrarins næstu þrjú árin, eða til ársins 2016. Því má segja að borgin greiði til baka til Hörpu rúmlega einn fimmta af fasteignagjöldunum á ári og ríkið hefur einnig töluverðar virðisaukaskatstekjur af starfsemi í húsinu. Þannig að ef Harpa fengi sitt í gegn með fasteignagjöldin og framlag ríkis og borgar félli niður, þá væri Harpa svipuð stödd og hún er í dag? „Þetta er alveg fullkomlega réttlætanleg og eðlileg spurning. En þarna erum við auðvitað að horfa á að við erum að stefna á það að bæta reksturinn umtalsvert,“ segir Halldór. Og hann hefur nú þegar batnað um 120 milljónir frá síðasta ári. „Við megum ekki gleyma því að þetta er langhlaup og við erum í sjálfu sér bara nýlögð af stað. Húsið hefur verið opið í tvö ár og við teljum að það séu mikil sóknarfæri, t.d. á ráðstefnusviðinu þar sem aukningin er 40 til 50 prósent á þessu ári,“ segir hann. Fleiri sóknarfæri liggi fyrir. Þá muni bygging hótels við Hörpu hjálpa mikið til, sérstaklega varðandi ráðstefnuhald. En miða áætlanir við að það þurfi alltaf að koma til framlög frá ríki og borg? „Við erum ekki með þær áætlanir uppi við núna. Okkar áætlun sem við vinnum eftir nær til 2016 og þetta eru bara of stórir óvissuþættir til að hægt sé að svara þessu almennilega,“ segir Halldór.En er draumurinn að húsið geti staðið undir sér sjálft?„Það er sannarlega draumur og ósk sem við reynum öll að vinna að,“ segir Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu.
Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira