Körfubolti

Shaq kaupir hlut í Kings

Shaq í leik með Cleveland.
Shaq í leik með Cleveland.
NBA-goðsögnin Shaquille O'Neal gerði mikið grín að liði Sacramento Kings er hann var að spila í NBA-deildinni. Þá kallaði hann liðið meðal annars "Queens", eða drottningar í stað kónga.

Hann er hættur að gera grín að félaginu því samkvæmt USA Today er hann búinn að kaupa hlut í félaginu. Hann mun hitta leikmenn og forráðamenn félagsins í dag.

"Það sem heillaði mig við þennan samning er sú nýja sýn sem forráðamenn félagsins hafa. Hér á að byrja upp á nýtt. Ég vildi alltaf taka þátt í einhverju slíku og þetta á eftir að verða frábært," sagði Shaq við blaðið.

Shaq hefur gert það gott á TNT-sjónvarpsstöðinni síðan hann hætti að spila körfubolta. Þó svo það verði ákveðnir hagsmunaárekstrar núna þá mun hann engu að síður halda áfram í sjónvarpinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×