Sport

Wembley vill fá lið í NFL-deildinni

Það hefur heppnast vel að spila NFL-leiki á Wembley og amerískur fótbolti er farinn að njóta talsverðra vinsælda á Englandi.
Það hefur heppnast vel að spila NFL-leiki á Wembley og amerískur fótbolti er farinn að njóta talsverðra vinsælda á Englandi.
Leikir í NFL-deildinni hafa verið spilaðir á Wembley-leikvanginum undanfarin ár í þeim tilgangi að gera amerískan fótbolta vinsælli í Evrópu. Hefur það gengið mjög vel.

Svo vel að í ár verða leiknir tveir leikir í NFL-deildinni á Wembley. Rekstraraðilar vallarins vilja þó ganga lengra og eignast lið í deildinni.

"Við getum það. Ef NFL-deildin vill vera með lið hérna þá munum við ráða við það," sagði Roger Maslin, framkvæmdastjóri Wembley-vallarins.

Enska landsliðið í knattspyrnu spilar landsleiki sína á vellinum og Maslin segir það engu breyta. Pláss sé fyrir bæði landsliðið og NFL-lið.

Byrjað var að spila NFL-leiki á Wembley árið 2007. Um næstu helgi munu Minnesota Vikings og Pittsburgh Steelers spila þar. Jacksonville og San Francisco mætast svo á Wembley í lok október. Löngu er uppselt á báða leikina en það seldist upp á aðeins nokkrum klukkutímum.

NFL-deildin hefur haft það á bakvið eyrað í nokkur ár að vera með lið í London. Þá kemur bæði til greina að stofna lið þar eða flytja eitt liðanna frá Bandaríkjunum til London.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×