Erlent

Rúmlega 60 fallnir og 170 liggja særðir eftir

Gunnar Valþórsson skrifar
Óljóst er hvort kenískar öryggissveitir hafi fellt hryðjuverkamennina eða hvort þeir séu enn inni í verslunarmiðstöðinni.
Óljóst er hvort kenískar öryggissveitir hafi fellt hryðjuverkamennina eða hvort þeir séu enn inni í verslunarmiðstöðinni.
Kenískar sérsveitir segjast hafa náð stjórninni á öllum hæðum Westgate verslunarmiðstöðvarinnar þar sem hryðjuverkamenn tóku fjölda gísla á laugardaginn var.

Sprengingar og skothríð heyrðust snemma í morgun, eða um klukkan fimm, en síðustu klukkustundir hefur allt verið með kyrrum kjörum að því er segir á heimasíðu BBC. Að minnsta kosti 62 féllu í árásinni og 170 liggja særðir eftir. Það voru hryðjuverkasamtökin Al Shabab sem stóðu að árásinni og utanríkisráðherra Kenía fullyrðir að Vesturlandabúar hafi verið í hópi árásarmannanna. Þar á meðal hafi verið tveir eða þrír bandaríkjamenn og bresk kona.

Breskir miðlar leiða nú að því líkum að konan sé Samantha Lewthwaite, en sú er ekkja eins þeirra sem gerðu árásirnar í neðanjarðarlestakerfi Lundúna í júlí 2005. Hún hefur verið á flótta alla tíð síðan. Óljóst er hvort kenískar öryggissveitir hafi fellt hryðjuverkamennina eða hvort þeir séu enn inni í verslunarmiðstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×