Sport

Gengur ekkert hjá 49ers og Giants

Varnarmaður Indianapolis stelur hér boltanum af Colin Kaepernick, leikstjórnanda 49ers.
Varnarmaður Indianapolis stelur hér boltanum af Colin Kaepernick, leikstjórnanda 49ers.
Það hefur ýmislegt komið á óvart í fyrstu þrem umferðunum í NFL-deildinni. Þá kannski sérstaklega dapurt gengi San Francisco 49ers og New York Giants.

Giants er búið að tapa öllum þrem leikjum sínum og náði botninum í gær er liðið steinlá 38-0 gegn Carolina. Þess utan hefur leikstjórnandi liðsins, Eli Manning, kastað flestum boltum allra í hendur andstæðinganna.

Fastlega var búist við því að 49ers myndi verða sterkasta liðið í deildinni í vetur en liðið hefur ekki staðið undir þeim væntingum.

Liðið var flengt í Seattle um síðustu helgi og var svo niðurlægt á heimavelli gegn Indianapolis Colts í gær. Liðið skoraði í fyrsta sókn og síðan ekki söguna meir.

Sex lið hafa afrekað að vinna alla þrjá leiki sína til þessa og það eru Seattle, New Orleans, Chicago, Kansas City, Miami og New England.

Heildarstöðuna í deildinni má sjá hér.

Úrslit:

Baltimore-Houston  30-9

Carolina-NY Giants  38-0

Cincinnati-Green Bay  34-30

Dallas-St. Louis  31-7

Minnesota-Cleveland  27-31

New England-Tampa Bay  23-3

New Orleans-Arizona  31-7

Tennessee-San Diego  20-17

Washington-Detroit  20-27

Miami-Atlanta  27-23

NY Jets-Buffalo  27-20

Seattle-Jacksonville  45-17

San Francisco-Indianapolis  7-27

Pittsburgh-Chicago  23-40

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×