Mörg dæmi um að foreldrar kaupi GTA V fyrir börn sín Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. september 2013 19:33 Mörg dæmi eru um að börn komi í fylgd foreldra til að tryggja sér eintak af ofbeldisfullum tölvuleik sem nú tröllríður afþreyingar-bransanum. Framkvæmdastjóri Skífunnar segist aldrei hafa séð slíkar vinsældir. GTA V (Grand Theft Auto) er dýrasti tölvuleikur allra tíma en framleiðsla hans kostaði tæpa 32 milljarða króna og tók fimm ár. Óhætt er að segja að verkefnið hafi borið ávöxt enda námu sölutekjur á fyrstu þremur dögum eftir útgáfu 120 milljörðum króna. Tölvuleikurinn umdeildi stefnir því í að vera arðbærasta afþreyingarvara fyrr og síðar. Mítan gamla um unglinginn sem hangir einsamall heima í tölvuleikjum á því ekki við rök að styðjast, enda eru það fyrst og fremst fólk á aldrinum 25 til 30 sem sækir í þennan einstaka tölvuleik. „Við erum búin að selja á annað þúsund eintaka af GTA V. Þetta er það stærsta sem við höfum lent í. Við höfum ekki séð annað eins. Tölvuleikir eru algjörlega búnir að stinga af. Þessi leikur er þegar kominn yfir milljarð dollara í sölu á heimsvísu og nú er talað um að hann verði fyrsti tölvuleikurinn til að fara yfir tvö milljarða í veltu á einu ári,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar og bætir við: „Kvikmyndir og tónlist eiga ekki orðið séns tölvuleikina.“ GTA V er sannarlega umdeildur leikur. Þetta er ofbeldisleikur, þar sem kvenhatur, eiturlyfjanotkun og misþyrmingar eru daglegt brauð. „Ef foreldrar koma með börnunum þá kaupa þeir leikinn og við getum ekki haft ábyrgð á því hvað þeir gera. Við vísum börnum hinsvegar í burtu þegar þau koma einsömul.“ Sp. blm. Hefur mikið borið á því að foreldrar komi með börn og kaupi leikinn fyrir þau? „Það er rosalega algengt. Stundum verður maður bara hissa,“ segir Ágúst. Þó svo að skiptar skoðanir séu um ágæti GTA V þá eru áhrif hans á afþreyingargeirann djúpstæð, við höfum því hér forsmekk af því sem koma skal á næstu árum. Raunverulega — eða stafræna — framtíð afþreyingarbransans. Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Mörg dæmi eru um að börn komi í fylgd foreldra til að tryggja sér eintak af ofbeldisfullum tölvuleik sem nú tröllríður afþreyingar-bransanum. Framkvæmdastjóri Skífunnar segist aldrei hafa séð slíkar vinsældir. GTA V (Grand Theft Auto) er dýrasti tölvuleikur allra tíma en framleiðsla hans kostaði tæpa 32 milljarða króna og tók fimm ár. Óhætt er að segja að verkefnið hafi borið ávöxt enda námu sölutekjur á fyrstu þremur dögum eftir útgáfu 120 milljörðum króna. Tölvuleikurinn umdeildi stefnir því í að vera arðbærasta afþreyingarvara fyrr og síðar. Mítan gamla um unglinginn sem hangir einsamall heima í tölvuleikjum á því ekki við rök að styðjast, enda eru það fyrst og fremst fólk á aldrinum 25 til 30 sem sækir í þennan einstaka tölvuleik. „Við erum búin að selja á annað þúsund eintaka af GTA V. Þetta er það stærsta sem við höfum lent í. Við höfum ekki séð annað eins. Tölvuleikir eru algjörlega búnir að stinga af. Þessi leikur er þegar kominn yfir milljarð dollara í sölu á heimsvísu og nú er talað um að hann verði fyrsti tölvuleikurinn til að fara yfir tvö milljarða í veltu á einu ári,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar og bætir við: „Kvikmyndir og tónlist eiga ekki orðið séns tölvuleikina.“ GTA V er sannarlega umdeildur leikur. Þetta er ofbeldisleikur, þar sem kvenhatur, eiturlyfjanotkun og misþyrmingar eru daglegt brauð. „Ef foreldrar koma með börnunum þá kaupa þeir leikinn og við getum ekki haft ábyrgð á því hvað þeir gera. Við vísum börnum hinsvegar í burtu þegar þau koma einsömul.“ Sp. blm. Hefur mikið borið á því að foreldrar komi með börn og kaupi leikinn fyrir þau? „Það er rosalega algengt. Stundum verður maður bara hissa,“ segir Ágúst. Þó svo að skiptar skoðanir séu um ágæti GTA V þá eru áhrif hans á afþreyingargeirann djúpstæð, við höfum því hér forsmekk af því sem koma skal á næstu árum. Raunverulega — eða stafræna — framtíð afþreyingarbransans.
Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira