Piltalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. september 2013 12:25 MYND / KYLFINGUR.IS Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var mjög ánægður með frammistöðu piltanna okkar sem tóku þátt fyrir hönd Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem lauk í Slóvakíu í gær. Piltarnir stóðu sig frábærlega og tryggðu Íslandi eitt af þremur lausum sætunum á Evrópumótinu pilta 18 ára og yngri sem fram fer í Noregi á næsta ári. Landsliðsþjálfarainn var að vonum mjög kátur. „Maður getur ekki verið annað en ánægður og stoltur eftir þessa frammistöðu hjá strákunum. Markmiðið var að tryggja okkur eitt af þremur efstu sætunum og það tókst,“ sagði Úlfar Jónsson. „Finnar sóttu verulega á undir lokin en strákarnir stóðust álagið og náðu að landa þriðja sætinu. Þessi keppni er alltaf að verða sterkari og sterkari. Það gerir þennan árangur enn ánægjulegri. „Það hjálpaði okkur svo sannarlega framúrskarandi árangur hjá Gísla og Fannari Inga, að vera með tvö bestu skor einstaklinga, en liðsheildin var frábær og allir voru vel undirbúnir og einbeittir allan tímann. „Við erum með ungt og sterkt lið, Það segir manni að framtíðin er björt í íslensku golfi. Það er líka sérlega ánægjulegt að karlaliðið náði fyrr í sumar að tryggja sér þátttökurétt á EM landsliða á næsta ári. Þannig að við munum leika á a.m.k. þremur Evrópumótum landsliða á næsta ári, þ.e. karla, kvenna og pilta. Þetta er frábær endir á góðu tímabili,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. Golf Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var mjög ánægður með frammistöðu piltanna okkar sem tóku þátt fyrir hönd Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem lauk í Slóvakíu í gær. Piltarnir stóðu sig frábærlega og tryggðu Íslandi eitt af þremur lausum sætunum á Evrópumótinu pilta 18 ára og yngri sem fram fer í Noregi á næsta ári. Landsliðsþjálfarainn var að vonum mjög kátur. „Maður getur ekki verið annað en ánægður og stoltur eftir þessa frammistöðu hjá strákunum. Markmiðið var að tryggja okkur eitt af þremur efstu sætunum og það tókst,“ sagði Úlfar Jónsson. „Finnar sóttu verulega á undir lokin en strákarnir stóðust álagið og náðu að landa þriðja sætinu. Þessi keppni er alltaf að verða sterkari og sterkari. Það gerir þennan árangur enn ánægjulegri. „Það hjálpaði okkur svo sannarlega framúrskarandi árangur hjá Gísla og Fannari Inga, að vera með tvö bestu skor einstaklinga, en liðsheildin var frábær og allir voru vel undirbúnir og einbeittir allan tímann. „Við erum með ungt og sterkt lið, Það segir manni að framtíðin er björt í íslensku golfi. Það er líka sérlega ánægjulegt að karlaliðið náði fyrr í sumar að tryggja sér þátttökurétt á EM landsliða á næsta ári. Þannig að við munum leika á a.m.k. þremur Evrópumótum landsliða á næsta ári, þ.e. karla, kvenna og pilta. Þetta er frábær endir á góðu tímabili,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari.
Golf Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira