Sport

Gunnarssynir kepptu í fjölþraut í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Garðar Gunnarsson hafnaði í 56. sæti og Jón Sigurður Gunnarsson í 77. sæti í undankeppninni í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum sem hófst í Antwerpen í Belgíu í dag.

Ólafur, sem æfir og keppir fyrir Gerplu, hlaut samanlagt 75.064 stig í greinunum sex. Jón Sigurður, sem er Ármenningur, hlaut 67.389 stig. Hvorugur komst í úrslit. 143 keppendur kepptu í einhverjum greinum fjölþrautarinnar en 79 í öllum greinunum sex. Úrslitin má sjá hér.

Stig þeirra kappa í dag má sjá hér að neðan. Frammistöðu Jóns Gunnars á svifránni má sjá í spilaranum hér að ofan. Nánari upplýsingar má finna á Fésbókarsíðu Fimleikasambands Íslands. Þar má meðal annars finna fleiri myndbönd frá Ólafi og Jóni.

Ólafur Garðar

Gólf (4.800-7.466) = 12.266

Hestur (4.200-7.500) = 11.700

Hringir (4.500-7.933) = 12.433

Stökki (4.400-8.966) = 13.366

Tvíslá (4.200-8.266) = 12.466

Svifrá (4.500-8.333) = 12.833

Jón Sigurður

Gólf (4.000-8.658) = 12.658

Hestur (2.700-5.966) = 7.266

Hringir (4.700-6.633) = 11,333

Stökk (4.400-8.766) = 13,166

Tvíslá (3.300-12.533) = 9.233

Svifrá (3.200-8.533) = 11.733




Fleiri fréttir

Sjá meira


×