Fráleit hugmynd að selja Landsvirkjun Hjörtur Hjartarson skrifar 30. september 2013 19:00 Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að stofnuð verði einkahlutafélög utan um virkjanir Landsvirkjunar og þau síðan seld. Fráleit hugmynd, segir Steingrímur Joð Sigfússon. Hjörtur Hjartarson segir frá. Pétur skrifar grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hugmyndin er lögð fram. Pétur tekur Kárahnjúkavirkjun sem dæmi en þó sé í raun engin virkjun undanskilin. Pétur leggur til að stofnað verði einkahlutafélag utan um Kárahnjúkavirkjun sem fái afnot af Jöklu í 40 ár, leigi stífluna, jarðgöngin, raforkuverið og línurnar í 40 ár. Hlutafélagið taki yfir samninga við álverið við Reyðarfjörð og greiði ríkisábyrgðargjald. Hlutafélagið yrði síðan selt, jafnvel til útlendinga. Þetta yrði síðan endurtekið eftir 40 ár. Pétur tekur fram að samningurinn þyrfti að vera sérstaklega vandaður og það tryggt að öllu sé skilað í sama horfi. „Ég er svona að hugsa út fyrir boxið. Það hefur ekki mátt hugsa um það að selja Landsvirkjun því þá taka allir andköf,“ segir Pétur. Engu að síður telur hann að með þessum hætti megi sameina ólík sjónarmið en jafnframt tryggja ríkissjóði miklar tekjur. „Ég hugsa að bara að selja Kárahnjúkavirkjun myndi skila ríkissjóði nálægt hundrað milljörðum og öll Landsvirkjun myndi skila mörg hundruð milljörðum sem að gæti gert okkur kleift að bæði að borga niður erlendar skuldir og lækka vaxtagjöld ríkissins sem eru 90 milljarðar og síst getum við leyft okkur að lækka skatta og koma atvinnulífinu í gang.“ Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra hefur lengi verið mótfallinn því að selja Landsvirkjun en slíkar hugmyndir hafa komið fram öðru hvoru undanfarin ár.Komment"Í grunninn skiptir það engu máli í hvaða búning menn klæða þetta. Að mínu mati er þetta einhver fráleitasta hugmynd og hættulegasta sem menn eru að viðra af allri einkavæðingu. Landsvirkjun er um það bil síðasta fyrirtækið sem okkur sem þjóð ætti að detta í hug að missa frá okkur," segir Steingrímur. Steingrímur segir að þó miklar skuldir hvíli á Landsvirkjun hefur fyrirtækið styrkt stöðu sína vel undanfarin ár og eru framtíðarhorfur þess í dag góðar. Reikna megi með að Landsvirkjun muni á næstu árum skila eigendum sínum vænum arði. „Og auðvitað er nærtækast að við tökum þann arð í gegnum eignarhald á fyrirtækinu og allan til okkar í staðinn fyrir að deila honum að hluta til með milliliðum eða afætum sem væru teknar inn í myndina.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að stofnuð verði einkahlutafélög utan um virkjanir Landsvirkjunar og þau síðan seld. Fráleit hugmynd, segir Steingrímur Joð Sigfússon. Hjörtur Hjartarson segir frá. Pétur skrifar grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hugmyndin er lögð fram. Pétur tekur Kárahnjúkavirkjun sem dæmi en þó sé í raun engin virkjun undanskilin. Pétur leggur til að stofnað verði einkahlutafélag utan um Kárahnjúkavirkjun sem fái afnot af Jöklu í 40 ár, leigi stífluna, jarðgöngin, raforkuverið og línurnar í 40 ár. Hlutafélagið taki yfir samninga við álverið við Reyðarfjörð og greiði ríkisábyrgðargjald. Hlutafélagið yrði síðan selt, jafnvel til útlendinga. Þetta yrði síðan endurtekið eftir 40 ár. Pétur tekur fram að samningurinn þyrfti að vera sérstaklega vandaður og það tryggt að öllu sé skilað í sama horfi. „Ég er svona að hugsa út fyrir boxið. Það hefur ekki mátt hugsa um það að selja Landsvirkjun því þá taka allir andköf,“ segir Pétur. Engu að síður telur hann að með þessum hætti megi sameina ólík sjónarmið en jafnframt tryggja ríkissjóði miklar tekjur. „Ég hugsa að bara að selja Kárahnjúkavirkjun myndi skila ríkissjóði nálægt hundrað milljörðum og öll Landsvirkjun myndi skila mörg hundruð milljörðum sem að gæti gert okkur kleift að bæði að borga niður erlendar skuldir og lækka vaxtagjöld ríkissins sem eru 90 milljarðar og síst getum við leyft okkur að lækka skatta og koma atvinnulífinu í gang.“ Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra hefur lengi verið mótfallinn því að selja Landsvirkjun en slíkar hugmyndir hafa komið fram öðru hvoru undanfarin ár.Komment"Í grunninn skiptir það engu máli í hvaða búning menn klæða þetta. Að mínu mati er þetta einhver fráleitasta hugmynd og hættulegasta sem menn eru að viðra af allri einkavæðingu. Landsvirkjun er um það bil síðasta fyrirtækið sem okkur sem þjóð ætti að detta í hug að missa frá okkur," segir Steingrímur. Steingrímur segir að þó miklar skuldir hvíli á Landsvirkjun hefur fyrirtækið styrkt stöðu sína vel undanfarin ár og eru framtíðarhorfur þess í dag góðar. Reikna megi með að Landsvirkjun muni á næstu árum skila eigendum sínum vænum arði. „Og auðvitað er nærtækast að við tökum þann arð í gegnum eignarhald á fyrirtækinu og allan til okkar í staðinn fyrir að deila honum að hluta til með milliliðum eða afætum sem væru teknar inn í myndina.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira