Sport

Rússar Evrópumeistarar í ljósleysi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rússar fagna titlinum í gærkvöldi.
Rússar fagna titlinum í gærkvöldi. Mynd/Heimasíða Evrópska blaksambandsins
Ólympíumeistarar Rússa bættu annarri skrautfjöður í hattinn þegar þeir lögðu Ítali í úrslitaleik Evrópumótsins í blaki á Parken í Kaupmannahöfn í gær.

Rússar unnu fyrstu hrinuna 25-20 og þá aðra 25-22. Stöðva þurfti leik tvívegis á meðan á leik stóð þar sem ljósin í höllinni slokknuðu. Ítalir minnkuðu muninn með 25-22 sigri í þriðju hrinu en í þeirri fjórðu unnu Rússar 25-17.

Rússar og Ítalir tryggðu sér sæti í lokakeppni HM 2014 með því að hafna í tveimur efstu sætunum. Sömu þjóðir auk Serbíu, Búlgaríu, Frakklandi, Þýskalandi og Belgíu tryggðu sér öll sæti í lokakeppni Evrópumótsins árið 2015 í Búlgaríu og Ítalíu.

Lið mótsins var kunngjört í leikslok og var þannig skipað:

Besti leikmaður:  Dmitriy Muserskiy Rússlandi

Stigahæstur: Aleksander Atanasijevic Serbíu

Besti sóknarmaður: Luca Vettori Ítalíu

Besti hávarnarmaður: Srecko Lisinac Serbíu

Bestur í uppgjöf:  Ivan Zaytsev Ítalíu

Bestur í móttöku:  Todor Aleksiev Búlagaríu

Besti uppspilarinn: Sergey Grankin Rússlandi

Besti frelsinginn: Alexey Verbov Rússlandi

Háttvísiverðum mótsins hlaut Nikola Jovovic frá Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×