Íslenska sprotafyrirtækið Cooori varð í þriðja sæti í undanúrslitum frumkvöðlakeppninnar Japan Night í Tokyo síðastliðinn laugardag. Fyrirtækið sérhæfir sig í lausnum til tungumálanáms sem byggir á nýjustu tækni á sviði veftækni, gervigreindar, talgreiningar og kennslufræði.
Arnar Jensson, framkvæmdastjóri Cooori, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu að verðlaunin séu mikill heiður og „staðfesting á að þrotlaus vinna undanfarinna ára er að skila sér.“
Alls kynntu 15 fyrirtæki viðskiptahugmyndir sínar í Tokyo en rúmlega 100 sprotafyrirtæki sóttust eftir þátttöku.
