Innlent

Aðeins einn laugarvörður vaktar allt svæðið

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Sundlaugargestur bjargaði manni frá drukknun í sundlaug í Hafnarfirði í gær. Einn laugarvörður sér um að vakta sundlaugarsvæðið. 

Gunnar Áki Kjartansson kom auga á mannin þar sem hann flaut í lauginni og áttaði sig á að ekki var allt með felldu. Hann stökk til og kom manninum úr lauginni og upp á sundlaugarbakkann.

Gunnari Áka tókst að koma manninum til meðvitundar með því að beita munn við munn aðferðinni og hjartahnoði. Sundlaugarverðir komu svo með hjartatæki en á þeim tímapunkti hafði Gunnari tekist að hnoða hann af stað svo það reyndist óþarft.

Um leið og Gunnar hrópaði eftir hjálp á sundlaugarbakkanum hljóp vinkona hans til að ná í starfsmann, en rak sig á að enginn var við myndavélarnar. „Það var enginn við myndavélarnar á þessum tímapunkti, vörðurinn hefur verið annarsstaðar,“ segir Gunnar.

Aðalsteinn Hrafnkelsson, forstöðumaður sundstaða í Hafnarfirði, sagði í samtali við fréttastofu að laugin sé aldrei án eftirlits og hafi ekki verið það í gær. Enn laugarvörður fylgist með bæði með myndavélum, sem eru flettimyndavélar, og því sem fyrir augu ber á sundlaugarsvæðinu, en það fer eftir stærð sundlauga hversi margir laugarverðir þurfa að fylgjast með þeim. Aðalsteinn segir að maðurinn hafi verið meðvitundarlaus í mjög skamman tíma og að laugarvörður hafi ýtt á neyðarhnapp um leið og Gunnar tók hann upp úr.


Tengdar fréttir

„Tilviljun að ég var í sundlauginni“

Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×