„Tilviljun að ég var í sundlauginni“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. október 2013 13:08 Gunnar Áki Kjartansson bjargaði ungum karlmanni frá drukknun í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði í gær. Myndir/Hari og úr Einkasafni Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. Gunnar Áki bjargaði í gær karlmanni frá drukknun úr sundlauginni. Gunnar sá ungan karlmann fljóta í lauginni með höfuðið niður í vatnið en sýndi snör viðbrögð og kom manninum upp á sundlaugarbakkann og hóf endurlífgun. „Ég var að klára síðustu ferðina þegar ég tek eftir manninum í lauginni. Fyrst hélt ég að hann væri að halda í sér andanum en þegar hann hreyfðist ekkert þá tók í stefnuna beint til hans,“ segir Gunnar Áki í samtali við Vísi. „Ég ríf hann upp úr vatninu, kalla á hjálp og kem honum upp á sundlaugarbakkann. Annar maður kom þá strax að okkur og hóf að hnoða manninn. Ég passaði að öndunarvegurinn væri opinn. Hann var orðinn alveg fjólublár á þessum tímapunkti og þetta leit ekki vel út. Sundlaugarverðir komu að okkur með hjartatæki en okkur tókst að hnoða hann aftur af stað þannig að það reyndist óþarft.“Ætlaði að vera kominn fyrr í laugina Gunnar Áki er búsettur í Árbænum og fer ekki oft í sund. Hann segir að það hafi verið algjör tilviljun að hann hafi farið í Suðurbæjarlaug í gær og jafnframt hafi röð atvika leitt til þess að hann hafi farið í laugina á þessum tímapunkti. „Ég ætlaði ekkert að synda og fór fyrst í pottinn. Svo ákvað ég að skella mér nokkrar ferðir. Við ætluðum líka að vera komin miklu fyrr í laugina þannig að það var algjör tilviljun að ég skyldi vera í lauginni á þessum tímapunkti,“ segir Gunnar Áki. Skyndihjálparnámskeið sem Gunnar fór á fyrir nokkrum árum kom að góðum notum í gær. Hann telur þó að það væri skynsamlegt að fara aftur á námskeið til upprifjunar. Gunnar starfar hjá Tankahreinsun Magnúsar sem aðallega þjónustar Norðurál. Hann segir að mjög góða tilfinningu að bjarga mannslífi. „Jú, það er það. Þetta var mjög óvenjuleg sundferð. Ég fór mjög sáttur að sofa í gærkvöldi.“ Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. Gunnar Áki bjargaði í gær karlmanni frá drukknun úr sundlauginni. Gunnar sá ungan karlmann fljóta í lauginni með höfuðið niður í vatnið en sýndi snör viðbrögð og kom manninum upp á sundlaugarbakkann og hóf endurlífgun. „Ég var að klára síðustu ferðina þegar ég tek eftir manninum í lauginni. Fyrst hélt ég að hann væri að halda í sér andanum en þegar hann hreyfðist ekkert þá tók í stefnuna beint til hans,“ segir Gunnar Áki í samtali við Vísi. „Ég ríf hann upp úr vatninu, kalla á hjálp og kem honum upp á sundlaugarbakkann. Annar maður kom þá strax að okkur og hóf að hnoða manninn. Ég passaði að öndunarvegurinn væri opinn. Hann var orðinn alveg fjólublár á þessum tímapunkti og þetta leit ekki vel út. Sundlaugarverðir komu að okkur með hjartatæki en okkur tókst að hnoða hann aftur af stað þannig að það reyndist óþarft.“Ætlaði að vera kominn fyrr í laugina Gunnar Áki er búsettur í Árbænum og fer ekki oft í sund. Hann segir að það hafi verið algjör tilviljun að hann hafi farið í Suðurbæjarlaug í gær og jafnframt hafi röð atvika leitt til þess að hann hafi farið í laugina á þessum tímapunkti. „Ég ætlaði ekkert að synda og fór fyrst í pottinn. Svo ákvað ég að skella mér nokkrar ferðir. Við ætluðum líka að vera komin miklu fyrr í laugina þannig að það var algjör tilviljun að ég skyldi vera í lauginni á þessum tímapunkti,“ segir Gunnar Áki. Skyndihjálparnámskeið sem Gunnar fór á fyrir nokkrum árum kom að góðum notum í gær. Hann telur þó að það væri skynsamlegt að fara aftur á námskeið til upprifjunar. Gunnar starfar hjá Tankahreinsun Magnúsar sem aðallega þjónustar Norðurál. Hann segir að mjög góða tilfinningu að bjarga mannslífi. „Jú, það er það. Þetta var mjög óvenjuleg sundferð. Ég fór mjög sáttur að sofa í gærkvöldi.“
Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira