Tiger tryggði Bandaríkjamönnum sigur í Forsetabikarnum Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. október 2013 07:00 Tiger Woods ásamt kærustu sinni, skíðakonunni Lindsey Vonn. Mynd/Getty Images Besti kylfingur heims, Tiger Woods, tryggði Bandaríkjamönnum sigur í Forsetabikanum sem lauk í gær á Muirfield Village vellinum í Ohio, Bandaríkjunum. Leikið er annað hvert ár í þessari keppni og leika þar lið skipuð kylfingum frá Bandaríkjunum annars vegar og Alþjóðaúrvalinu hins vegar. Mótið hófst á fimmtudag en lauk í gær þegar leikinn var tvímenningur þar sem 12 stig voru í boði. Bandaríkjamenn fóru með sigur af hólmi en heimamenn hlutu 18½ vinning gegn 15½ vinningi Alþjóðaúrvalsins. Kylfingar utan Evrópu og Bandaríkjanna eru gjaldgengir í lið Alþjóðaúrvalsins í Forsetabikanum. Leikið er með svipuðu fyrirkomulagi og í Ryder-bikarnum þar sem Evrópa og Bandaríkin mætast. Bandaríkjamenn höfðu yfirhöndina frá upphafi voru alltaf í forystu. Tiger Woods tryggði svo heimamönnum sigur í gær eftir að hafa haft betur gegn Richard Sterne frá Suður-Afríku i tvímenning. Þetta er þriðja keppnin í röð þar sem Woods tryggir Bandaríkjunum sigur í keppninni en það gerði hann einnig árið 2009 og 2011.Tiger Woods þakkar Richard Sterne fyrir leikinn á 18. flöt Muirfield Village vallarins í Dublin, Ohio.Mynd/Getty Images„Þetta var sigur liðsheildarinnar. Við lékum mjög vel og náðum góðri forystu,“ sagði Woods eftir að sigurinn var í höfn. Liðsmenn Alþjóðaúrvalsins börðust af krafti á lokakeppnisdegi til að vinna upp forystu Bandaríkjamanna og unnu 7 af 12 leikjum tvímenningsins. Það var hins vegar ekki nóg þvi Bandaríkjamenn höfðu góða forystu fyrir lokakeppnisdag. Þetta er í tíunda sinn sem keppnin fer fram. Bandaríkjamenn hafa átta sinnum staðið uppi sem sigurvegarar, Alþjóðaúrvalið einu sinni og árið 2003 sættust liðin á jafnan hlut. Nick Price stýrði liði Alþjóðaúrvalsins en Fred Couples því bandaríska. Couples gaf það út eftir mótið að hann myndi ekki stýra liðinu eftir tvö ár þegar leikið verður í Suður-Kóreu. Couples hefur stýrt Bandaríkjunum til sigurs í síðustu þremur keppnum.Fyrirliði Bandaríkjanna, Fred Couples, leiddi sína menn til sigur í þriðja sinn í röð.Mynd/Getty ImagesBandaríkin 18½ - Alþjóðaúrvalið 15½Úrslit í tvímenning:Hunter Mahan vann Hideki Matsuyama 3&2Jason Dufner vann Brendon De Jonge 4&3 Brandt Snedeker tapaði fyrir Jason Day 6&4 Jordan Spieth tapaði fyrir Graham Delaet 1 niðurZach Johnson vann Branden Grace 4&2 Bill Haas tapaði fyrir Adam Scott 2&1 Steve Stricker tapaði fyrir Ernie Els 1 niður Matt Kuchar tapaði fyrir Marc Leishman 1 niður Keegan Bradley tapaði fyrir Charl Schwartzel 2&1Tiger Woods vann Richard Sterne 1 upp Webb Simpson gerði jafntefli við Louis Oosthuizen Phil Mickelson tapaði fyrir Angel Cabrera 1 niður Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Besti kylfingur heims, Tiger Woods, tryggði Bandaríkjamönnum sigur í Forsetabikanum sem lauk í gær á Muirfield Village vellinum í Ohio, Bandaríkjunum. Leikið er annað hvert ár í þessari keppni og leika þar lið skipuð kylfingum frá Bandaríkjunum annars vegar og Alþjóðaúrvalinu hins vegar. Mótið hófst á fimmtudag en lauk í gær þegar leikinn var tvímenningur þar sem 12 stig voru í boði. Bandaríkjamenn fóru með sigur af hólmi en heimamenn hlutu 18½ vinning gegn 15½ vinningi Alþjóðaúrvalsins. Kylfingar utan Evrópu og Bandaríkjanna eru gjaldgengir í lið Alþjóðaúrvalsins í Forsetabikanum. Leikið er með svipuðu fyrirkomulagi og í Ryder-bikarnum þar sem Evrópa og Bandaríkin mætast. Bandaríkjamenn höfðu yfirhöndina frá upphafi voru alltaf í forystu. Tiger Woods tryggði svo heimamönnum sigur í gær eftir að hafa haft betur gegn Richard Sterne frá Suður-Afríku i tvímenning. Þetta er þriðja keppnin í röð þar sem Woods tryggir Bandaríkjunum sigur í keppninni en það gerði hann einnig árið 2009 og 2011.Tiger Woods þakkar Richard Sterne fyrir leikinn á 18. flöt Muirfield Village vallarins í Dublin, Ohio.Mynd/Getty Images„Þetta var sigur liðsheildarinnar. Við lékum mjög vel og náðum góðri forystu,“ sagði Woods eftir að sigurinn var í höfn. Liðsmenn Alþjóðaúrvalsins börðust af krafti á lokakeppnisdegi til að vinna upp forystu Bandaríkjamanna og unnu 7 af 12 leikjum tvímenningsins. Það var hins vegar ekki nóg þvi Bandaríkjamenn höfðu góða forystu fyrir lokakeppnisdag. Þetta er í tíunda sinn sem keppnin fer fram. Bandaríkjamenn hafa átta sinnum staðið uppi sem sigurvegarar, Alþjóðaúrvalið einu sinni og árið 2003 sættust liðin á jafnan hlut. Nick Price stýrði liði Alþjóðaúrvalsins en Fred Couples því bandaríska. Couples gaf það út eftir mótið að hann myndi ekki stýra liðinu eftir tvö ár þegar leikið verður í Suður-Kóreu. Couples hefur stýrt Bandaríkjunum til sigurs í síðustu þremur keppnum.Fyrirliði Bandaríkjanna, Fred Couples, leiddi sína menn til sigur í þriðja sinn í röð.Mynd/Getty ImagesBandaríkin 18½ - Alþjóðaúrvalið 15½Úrslit í tvímenning:Hunter Mahan vann Hideki Matsuyama 3&2Jason Dufner vann Brendon De Jonge 4&3 Brandt Snedeker tapaði fyrir Jason Day 6&4 Jordan Spieth tapaði fyrir Graham Delaet 1 niðurZach Johnson vann Branden Grace 4&2 Bill Haas tapaði fyrir Adam Scott 2&1 Steve Stricker tapaði fyrir Ernie Els 1 niður Matt Kuchar tapaði fyrir Marc Leishman 1 niður Keegan Bradley tapaði fyrir Charl Schwartzel 2&1Tiger Woods vann Richard Sterne 1 upp Webb Simpson gerði jafntefli við Louis Oosthuizen Phil Mickelson tapaði fyrir Angel Cabrera 1 niður
Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira