Fótbolti

Rúrik með glæsimark í Íslendingaslag

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Nordicphotos/Getty
FC Kaupmannahöfn vann mikilvægan 2-1 sigur á Sönderjyske í fallbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Rúrik Gíslason skoraði fyrra mark FCK sem var 1-0 yfir í hálfleik.

Rúrik skoraði á 29. mínútu með skoti langt utan af velli og Nicolai Jörgensen bætti öðru marki við á 66. mínútu. Það var ekki fyrr en á 90. mínútu að Luque minnkaði muninn en það var of lítið og of seint fyrir Sönderjyske.

Rúrik lék fyrstu 87. mínútur leiksins og Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir FCK. Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir Sönderjyske.

FCK lyfti sér upp úr 11. sæti og upp í það sjöunda með sigrinum en liðið er með 13 stig. Sönderjyske er nú í 11. sæti, næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×