Sigmundur Davíð telur ólíklegt að Norðmenn yfirgefi Drekann Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. október 2013 18:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist eiga von á því að Norðmenn standi við þegar gerða samninga um olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu þrátt fyrir að tveir flokkar sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg vilji að Norðmenn dragi sig úr verkefninu. Noregur mun hugsanlega draga sig út úr olíuleit við Ísland eftir tvö ár. Smáflokkarnir tveir sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, ætla að vinna gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Frá því var greint í norska dagblaðinu Aftenposten að ný ríkisstjórn Norðmanna gæti gert út af við olíudraum Íslendinga.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki fengið nánari skýringar á afstöðu flokkanna. „Hins vegar virðist ljóst að Norðmenn munu standa við samkomulag sem var gert, þ.e þátttöku þeirra í fyrsta áfanga leitarinnar sem mun vara í tvö ár. Að þeim tíma liðnum verður vonandi komið í ljós að þarna séu verulegar líkur á olíu- og gaslindum og þá ætti það að hvetja menn áfram," segir Sigmundur Davíð.Væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir okkur ef Petoro (að fullu í eigu norska ríkisins) myndi draga sig út úr verkefninu? „Það hefur auðvitað ýmsa kosti að hafa Norðmenn þarna með og þeir verða að öllum líkindum með að minnsta kosti þessi fyrstu tvö ár í samræmi við gert samkomulag. Ef að niðurstöður á þeim tíma verða jákvæðar þykir mér ólíklegt að þeir muni ákveða að draga sig út úr þessu þegar á hólminn er komið.“ Sigmundur Davíð segir að íslensk stjórnvöld virði afstöðu Norðmanna, hver sem hún verði, en að ríkisstjórnin muni lýsa yfir vilja til að vinna með þeim áfram. Hann segir að hver sem niðurstaðan verði muni hún ekki skaða samskipti ríkjanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er talað um stofnun ríkisolíufélags. „Sú vinna er í gangi og þetta er ágætis áminning um mikilvægi þess að byggja upp þekkingu og reynslu á sviði olíuleitar og rannsókna á Íslandi. Sú þekking mun nýtast okkur hvað sem líður þróuninni á Drekasvæðinu því að í hafinu í kringum okkur er mikið um að vera á þessu sviði og það yrði örugglega eftirspurn eftir aðkomu Íslendinga,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist eiga von á því að Norðmenn standi við þegar gerða samninga um olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu þrátt fyrir að tveir flokkar sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg vilji að Norðmenn dragi sig úr verkefninu. Noregur mun hugsanlega draga sig út úr olíuleit við Ísland eftir tvö ár. Smáflokkarnir tveir sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, ætla að vinna gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Frá því var greint í norska dagblaðinu Aftenposten að ný ríkisstjórn Norðmanna gæti gert út af við olíudraum Íslendinga.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki fengið nánari skýringar á afstöðu flokkanna. „Hins vegar virðist ljóst að Norðmenn munu standa við samkomulag sem var gert, þ.e þátttöku þeirra í fyrsta áfanga leitarinnar sem mun vara í tvö ár. Að þeim tíma liðnum verður vonandi komið í ljós að þarna séu verulegar líkur á olíu- og gaslindum og þá ætti það að hvetja menn áfram," segir Sigmundur Davíð.Væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir okkur ef Petoro (að fullu í eigu norska ríkisins) myndi draga sig út úr verkefninu? „Það hefur auðvitað ýmsa kosti að hafa Norðmenn þarna með og þeir verða að öllum líkindum með að minnsta kosti þessi fyrstu tvö ár í samræmi við gert samkomulag. Ef að niðurstöður á þeim tíma verða jákvæðar þykir mér ólíklegt að þeir muni ákveða að draga sig út úr þessu þegar á hólminn er komið.“ Sigmundur Davíð segir að íslensk stjórnvöld virði afstöðu Norðmanna, hver sem hún verði, en að ríkisstjórnin muni lýsa yfir vilja til að vinna með þeim áfram. Hann segir að hver sem niðurstaðan verði muni hún ekki skaða samskipti ríkjanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er talað um stofnun ríkisolíufélags. „Sú vinna er í gangi og þetta er ágætis áminning um mikilvægi þess að byggja upp þekkingu og reynslu á sviði olíuleitar og rannsókna á Íslandi. Sú þekking mun nýtast okkur hvað sem líður þróuninni á Drekasvæðinu því að í hafinu í kringum okkur er mikið um að vera á þessu sviði og það yrði örugglega eftirspurn eftir aðkomu Íslendinga,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09